Hér eru ýmsar gagnlegar upplýsingar sem varða kosningar, meðal annars ef viðkomandi kemst ekki á kjörstað eða þarf aðstoð við áritun kjörseðils.
Á Kosningavef Stjórnarráðsins má finna ýmsar upplýsingar varðandi kosningar, hvort sem um er að ræða alþingiskosningar, sveitastjórnarkostningar, forsetakosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur. Sveitarfélögin auglýsa sérstaklega kjörstaði í hverju kjördæmi.
Samkvæmt kosningalögum nr, 24/2000 63. gr. geta kjósendur sem eru ekki færir um að árita kjörseðla geta fengið heimild kjörstjóra til að fulltrúi, sem kjósandinn hefur valið sjálfur, aðstoði kjósandann við atkvæðagreiðsluna.
Þegar kjósandi kemur á kjörstað skal kjósandi greina frá því að hann óski eftir því að fulltrúi hans aðstoði hann við kosninguna. Fulltrúi kjósandans skal víkja frá á meðan kjörstjóri tekur ákvörðun um að verða við beiðni kjósandans eða hafna henni.
Ef kjósandinn getur ekki sjálfur sagt með skýrum hætti að hann óski eftir aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið, getur kjörstjóri leyft fulltrúa kjósandans að aðstoða kjósandann ef kjörstjóri fær vottorð réttindagæslumanns sem staðfestir að kjósandi hafi valið sjálfur tiltekinn fulltrúa til að aðstoða hann við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúi eins kjósanda getur ekki verið fulltrúi annarra kjósenda í sömu kosningum. Fulltrúinn þarf að skrifa undir þagnarheit.
Eyðublað - þagnarheit fulltrúa sem kjósandi velur sjálfur vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Kjósendur sem komast ekki frá dvalarstað sínum til að kjósa, sökum sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar geta sótt um að fá að greiða atkvæði sitt í heimahúsi. Sækja þarf um það með umsóknareyðublaði en umsókn þarf að hafa borist fjórum dögum fyrir kjördag.
Flest framboð bjóða upp á keyrslu á kjörstað. Best er að hafa samband við kosningaskrifstofu hvers frambjóðanda/flokks í kjördæmi viðkomandi til að óska eftir keyrslu.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér