Sameiginlegt þjónustussvæði á Austurlandi

Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um að mynda sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk. Félagsþjónustusvæðin tvö á Austurlandi mynda grunneiningar þjónustusvæðisins enda var skilyrði fyrir tilfærslunni að hvert þjónustusvæði samanstandi af minnst átta þúsund íbúum. Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð verða leiðandi sveitarfélög hvort á sínu félagsþjónustusvæði og munu veita viðeigandi þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu.

Við þessa breytingu leggst rekstur Svæðisskrifstofa niður. Á þeim tímamótum vill starfsfólk Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi þakka öllum samstarfsaðilum áratuga farsælt samstarf.