Réttindaganga ÖBÍ 1. maí

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir réttindagöngu þann 1. maí næstkomandi. Sjálfsbjörg lsh. er eitt af aðildarfélögum samtakanna og hvetjum við Sjálfsbjargarfólk til að vera sýnileg og taka þátt í göngunni.

Safnast verður saman fyrir kröfugönguna á Skólavörðuholti klukkan 13:00. Gengið er af stað klukkan 13:30 niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem dagskrá tekur við.

ÖBÍ réttindasamtök bjóða í kaffi að dagskrá lokinni í Sigtúni 42 og boðið verður upp á ferðir frá Ingólfstorgi í Sigtúnið. Öll eru velkomin og hittumst í göngunni og kaffi á eftir.