Mikill hækkun fyrir lífeyrisþega í sjúkraþjálfun

Velferðarráðherra hefur skrifað undir reglugerð um kostnaðarhlutdeild Sjúkratrygginga Íslands í sjúkraþjálfun. Helstu breytingar eru þær að umtalsverð hækkun er á gjaldi lífeyrisþega, öryrkja og barna. Hækkunin nemur um 15% en kostnaðarhlutdeild þeirra fer úr úr 20% í 23% eða úr 872 kr í 1.003 kr fyrir fyrstu 30 skipti á 365 daga tímabili. Hlutur almennra einstaklinga fer úr því að vera 70% af heildarkostnaði í 73% það er úr 3.051 kr í 3.182 kr eða hækkun um 4%, fyrir fyrstu 30 skipti á 365 daga tímabili. Með þessari aðferð að hækka hlutdeild allra í kostnaðinum hækkar hlutur þeirra sem minnst hafa borgað mest.