Velferðarráðuneyti tekur yfir málefni fatlaðra

1. janúar voru Heilbrigðisráðuneyti og Félags- og tryggingamálaráðuneyti sameinuð í Velferðarráðuneyti sem tekur m.a. yfir málefni fatlaðra. Ráðuneytið skiptist í átta skrifstofur, Skrifstofa yfirstjórnar, Skrifstofa fjárlaga, Skrifstofa greiningar og hagmála, Skrifstofa gæða og forvarna, Skrifstofa lífskjara og vinnumarkaðar, Skrifstofa rekstrar og innri þjónustu, Skrifstofa réttindaverndar og Skrifstofa velferðarþjónustu.

Þær skrifstofur sem beint eða óbeint snúa að málefnum fatlaðra eru Skrifstofa réttindaverndar sem fjallar m.a. um réttindi fatlaðra, Skrifstofa lífskjara og vinnumarkaðar sem m.a. sinnir verkefnum sem varða afkomu einstaklinga, tryggingavernd, tekjutilfærslu, vinnuvernd og jafnrétti á vinnumarkaði og Skrifstofa velferðarþjónustu sem fjallar m.a. um skipulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, sérhæfingu og verkaskiptingu þjónustuaðila og þjónustukerfi sveitarfélaga.