Starfsemin

Sjálfsbjörg landsamband hreyfihamlaðra fagnar nýrri mannréttindastofnun

Laugardaginn 22. júní samþykkti Alþingi lög um stofnun Mannréttindastofnunar Íslands. Sjálfsbjörg Landssamband hreyfihamlaðra lýsir ánægju sinni með nýja Mannréttindastofnun, sem lengi hefur verið barist fyrir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks og tekur undir með ÖBÍ réttindasamtökum sem segja:

,,Með þessu verður Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna uppfyllt, eins og skylda ber til samkvæmt 33. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stofnuninni ber að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins og sinna réttindagæslu fyrir fatlað fólk sem og að hafa eftirlit með stöðu mannréttinda hér á landi almennt‘‘

Með því að smella hér er hægt að lesa frétt ÖBÍ - réttindasamtaka þar sem nánar er fjallað um málið.