Starfsemin

Yoko Ono afhendir Leifi Leifsyni fyrstu Kærleikskúluna

Kærleikskúlan 2011 var kynnt við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur fyrir í gær, en í þetta sinn var hún hönnuð af listakonunni Yoko Ono, sem afhenti fyrstu Kærleikskúluna ungum afreksmanni, Leifi Leifssyni.

Að venju er fyrsta kúlan afhent framúrskarandi fyrirmynd en þrátt fyrir að Leifur hafi verið fatlaður frá fæðingu hefur hann á engan hátt látið fötlun sína hindra sig í að láta drauma sína rætast.

Leifur var fyrsti maðurinn í hjólastól til að fara upp á Esjuna en naut þar aðstoðar ófatlaðra einstaklinga. Í byrjun árs hóf hann að fara upp á fjöll með eigin handafli og fór nú í sumar fór upp á Snæfellsjökul í sérútbúnum hjólastól.

Þetta er í níunda sinn sem Kærleikskúlan er afhent. Í ár ber hún nafnið „Skapaðu þinn eigin heim“ (Draw your own map).

Kærleikskúlan er munnblásin í Þýskalandi og gerð í takmörkuðu upplagi. Sala Kærleikskúlunnar stendur frá 12.- 26. október og 5.- 19. desember 2011. Tilgangur með sölu kúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóðinn til starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. (Texti ruv.is).

Sjálfbjörg óskar Leif til hamingju með viðurkenninguna og vonar að hún verði honum frekari hvating.