Fræðslubæklingur um matarræði fyrir hreyfihamlaða

Á myndinni eru f.v Jón Harðarsson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akureyri og nágreni, Ingvar Þóroddsson yfirlæknir endurhæfingar SAK, Jón Heiðar Jónsson varaformaður Sjálfsbjargar landssambands og Eygló Brynja Björnsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Kristnesi. Bæklingur um mataræði fyrir hreyfihamlaða afhentur á Kristnesi 14 maí 2019. Ljósm Myndrún ehf/ Rúnar Þór ljósm

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra fékk leyfi útgefenda til að þýða þennan bækling (sjá hér).

Og í stað þess að einskorða innihald hans við mænuskaddaða einstaklinga þá er honum beint til fleiri hópa hreyfihamlaða. Ef þú ert til dæmis með heila- og mænusigg, heilalömun eða hefur fengið slag eða gengið ígegnum aflimun, þá geturðu einnig notið góðs af ábendingum og ráðum sem hér eru.  Tilgangurinn með útgáfu þessa bæklings er að fræða fólk um hættuna á að þyngjastof mikið þannig að offita verði vandamál, hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrirþyngdaraukningu og almennt um mikilvægi mataræðis fyrir góða heilsu og vellíðan.

Undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar er hollur matur. Þetta á við um alla.

Staðreyndiner sú að óheilsusamlegar matarvenjur eru efst á lista yfir áhættuþætti sem valdaalgengustu lífsstílssjúkdómunum í heiminum: hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki tvöog nokkrum tegundum krabbameins.

En hvaða ráð, varðandi mataræði eiga við? Hvernig á ég að borða tilað koma í veg fyrir aukakíló? Hvað get ég gert til að léttast? Þessum spurningum er leitast við að svara.

Það er von okkar að fólk geti notað þessi ráð sem fram koma í bæklingnum.