Fræðsla / símenntun / námskeið

Fræðsla, símenntun og námskeið

Fræðslu- og símenntunarstöðvar bjóða upp á ýmis námskeið, nám og endurmenntun starfsstétta. Hjá sumum þeirra er boðið upp á nám og námskeið sem hægt er að stunda á atvinnuleysisbótum. Á flestum fræðslu- og símenntunarstofnunum er hægt að fá náms- og starfsráðgjöf.

Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar

Á vefnum Island.is má finna yfirlit yfir símennt og fullorðinsfræðslu


Höfuðborgarsvæðið

Dale Carnegie

Ármúla 11| 108 Reykjavík |555 7080 | Vefsíða Dale Carnegie

Hjá Dale Carnegie er boðið upp á námskeið, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtækjaþjálfun. Námskeiðin miða meðal annars að því að bæta leiðtogahæfni og samskipti.  

Dale Carnegie hefur veitt öryrkjum afslátt á flest þeirra námskeið. Hringið og leitið frekari upplýsinga.

Endurmenntun Háskóla Íslands

Dunhaga 7 |107 Reykjavík |525 - 4444 |endurmenntun@hi.is | Vefsíða Endurmenntunar

Hjá Endurmenntun eru haldin fjölbreytt námskeið. Þau eru öllum opin nema annað sé tekið fram. Þar eru einnig námsbrautir á grunn- og meistarastigi háskóla auk námslína án eininga. Hjá Endurmenntun er veittur 10% afsláttur fyrir öryrkja af námskeiðum í flokkunum Menning og Persónuleg hæfni (upplýsingar frá júní 2016).

Evolvia

Klapparstíg 25-27 |101 Reykjavík | 822 3510 | Vefsíða Evolvia

Hjá Evolvia ehf er boðið uppá nám í Markþjálfun og Vedalist. Markþjálfanám hjá Evolvia ehf er alþjóðlega vottað og veitir grunn að ACC, Associated Certified Coach, vottun hjá International Coach Federation.
Evolvia veitir 10% afslátt fyirr öryrkja af öllum námskeiðum. Hægt er að hafa samband í síma 822 3510 til að fá frekari upplýsingar.

Framvegis

Skeifan 11b|108 Reykjavík | 581-1900 | framvegis@framvegis.is | Vefsíða Framvegis

Öllum almenningi er velkomið að koma á námskeið hjá Framvegis en námskeiðin eru hugsuð út frá þörfum fólks sem hefur stutta skólagöngu. Framvegis hefur sérhæft sig í námskeiðum fyrir heilbrigðisstéttir.

Fjölmennt

Vínlandsleið 14 | 113 Reykjavík |530 1300 | fjolmennt@fjolmennt.is | Vefsíða Fjölmenntar

Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem skipuleggur námskeið fyrir fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með geðfötlun, frá 20 ára aldri. Starfsemi Fjölmenntar skiptist í tvær deildir, símenntunardeild og ráðgjafardeild. Símenntunardeildin sér um námskeiðahaldið. Þar eru námskeiðin tvískipt, annars vegar námskeið fyrir fólk með þroskahömlun og fólk á einhverfurófi og hins vegar námskeið fyrir fólk með geðfötlun.

Fjölmennt starfar á landsvísu og gerir samninga við allar símenntunarstöðvar á landsbyggðinni um námskeiðahald fyrir markhóp Fjölmenntar á viðkomandi svæði. Fjölmennt er einnig með samning við Mími-símenntun um námskeiðahald fyrir fólk með þroskahömlun á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðgjafardeild Fjölmenntar býður uppá ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og fræðslustofnana varðandi nám fyrir fatlað fólk.

Hringsjá

Hátúni 10d|105 Reykjavík|510 9380|hringsja@hringsja.is| Vefsíða Hringsjár

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Sérstaða Hringsjár felst m.a. í því að um er að ræða einstaklingsmiðað nám. Samhliða kennslu býðst notanda þjónustunnar að nýta sér sérfræðilega ráðgjöf og í ákveðnum tilvikum er um að ræða einstaklingsmiðaða einkakennslu. Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða fullu einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi.
Námið er niðurgreitt fyrir öryrkja en þeir borga námskeiðsbækur og efnisgjöld.

Iðan fræðslusetur

Vatnagörðum 20 | 104 Reykjavík | 590 6400 | idan@idan.is | Vefsíða Iðunnar

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíl-, bygginga-og málmiðngreinum, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum.

Mímir - símenntun

Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | 580 1800 | mimir@mimir.is | Vefsíða Mímis

Mímir - símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar, og hefur viðurkenningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að annast framhaldsfræðslu. Hlutverk Mímis er að hvetja fólk til símenntunar og starfsþróunar og  skapa tækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu.

Hjá Mímir - símenntun hefur verið veittur 10% afsláttur af tungumálanámskeiðum gegn framvísun örorkuskírteinis.

Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar

Menntasetrið við Lækinn | 220 Hafnarfirði | 585 5860 | Hafa samband | Vefsíða Námsflokka Hafnarfjarðar

Markmið Námsflokka Hafnarfjarðar er að gefa almenningi tækifæri til að efla grunnmenntun sína og stuðla að aukinni þátttöku fólks í námi og hagnýtri fræðslu. Leitast er við að verða við óskum einstaklinga og hópa um áhugaverð fræðslu- og kynningarnámskeið. 

Námsflokkar Reykjavíkur

Suðurlandsbraut 32 | 104 Reykjavík | 411 6540| upplysingar@reykjavik.is | Vefsíða Námsflokka Reykjavíkur

Námsflokkar Reykjavíkur sinna einkum þeim sem minnstu formlegu menntun hafa. Þar er meðal annars boðið upp á náms- og starfsráðgjöf, sérkennslu í lestri og skrift, grunnskólanám fyrir fólk eldra en 16 ára, undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla og ýmis lengri og styttri fræðsluverkefni sem flest eru unnin í samstarfi við aðra.

Starfsmennt fræðslusetur

Skipholt 50b | 105 Reykjavík | 550 0060 | smennt@smennt.is | Vefsíða Starfsmenntar

Fræðslusetrið Starfsmennt sinnir símenntun og mannauðseflingu fyrir opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra á öllu landinu. Starfsmennt veitir einnig félagsmönnum aðildarfélaga sinna styrk vegna ferða og dvalarkostnað svo þeir geti sinnt símenntun sinni.

Suðurnes

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | 421 7500 | mss@mss.is | Vefsíða Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á ýmis tómstundanámskeið, starfstengd námskeið, nám fyrir lesblinda og er í samstarfi við Fjölmennt um fræðslu fatlaðs fólks. Hjá miðstöðinni er hægt að fá ráðgjöf og persónulega þjónustu. Í gegnum aðbúnað miðstöðvarinnar er hægt að stunda fjarnám frá háskólum landsins.

Vesturland

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Bjarnarbraut 8 |310 Borgarnesi | 437 2390 | simenntun@simenntun.is | Vefsíða Símenntunarmiðstöðvarinnar

Markmið Símenntunarmiðstöðvarinnar er að efla og styrkja samfélög og atvinnulíf á Vesturlandi. Hlutverk hennar er að auka þekkingu og stuðla að betri búsetuskilyrðum á svæðinu. Einnig tengir hún saman aðila sem vinna að miðlun og öflun þekkingar og stendur fyrir fullorðinsfræðslu, náms- og starfsráðgjöf og greinir fræðsluþörf innan fyrirtækja.

Vestfirðir

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Suðurgötu 12|400 Ísafirði | 456 5025 | frmst@frmst.is | Vefsíða Fræðslumiðstöðvarinnar

Markmið Fræðslumiðstöðvarinnar er að auðvelda íbúum Vestfjarða að mennta sig, sækja ýmis konar námskeið og ekki síst að auka möguleika á námi á háskólastigi m.a. með stuðningi fjarfundatækni.

Norðurland Vestra

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Faxatorg |550 Sauðárkrókur | 455 6010/ 455 6011 | farskolinn@farskolinn.is | Vefsíða Farskólans

Markmið Farskólans er meðal annars að efla endur-og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu og standa fyrir hvers konar námi.
Fimm námsver eru á Norðurlandi vestra, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði. Námsverin eru ætluð háskólanemum í fjarnámi auk annarra fjarnema. Þar eru einnig haldin almenn námskeið á vegum Farskólans.

Norðurland Eystra

Símey - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Þórsstíg 4| 600 Akueyri  | 460 5720 |simey@simey.is | Vefsíða Símey

Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum. Einstaklingum er boðið upp á hagnýta og fræðandi þekkingu á öllum skólastigum og geta einstaklingar fengið starfs- og námsráðgjöf. Símey sér einnig um sum námskeið fyrir fatlað fólk í samstarfi við Fjölmennt.

Þekkingarnet Þingeyinga

Hafnarstétt 3| 640 Húsavík  | Húsavík: 464 5100 / Þórshöfn: 464 5142 | hac@hac.is | Vefsíða Þekkingarnets Þingeyinga

Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknarstofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er stofnunin miðstöð rannsókna og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.

Austurland

Austurbrú

Tjarnarbraut 39e | 700 Egilsstaðir | 470 3800 | austurbru@austurbru.is | Vefsíða Austurbrúar

Austurbrú veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu á Austurlandi. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun: samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Austurlandi.


Suðurland

Fræðslunet Suðurlands

Tryggvagötu 25 | 800 Selfossi | 480 8156 |fraedslunet@fraedslunet.is | Vefsíða Fræðslunets

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi sér um og skipuleggur fræðslu fyrir fullorðna á Suðurlandi. Boðið er upp á bæði starfstengd og tómstundanámskeið. Fræðslunetið er einnig í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.

Í samstafi við Fjölmennt býður Fræðslunet Suðurlands upp á námskeið sem henta sérstaklega fólki með skerta náms- og /eða starfsfærni.

Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja

Strandvegi 50 | 900 Vestmannaeyjar | 481 1950 |viska@eyjar.is | Vefsíða Visku

Markmið Visku er að efla menntun í Vestmannaeyjum með því að standa fyrir fræðslustarfsemi ótengdri námsskrám á grunn- og framhaldsskólastigi. Einnig að hafa forgöngu um fræðslu og fjarkennslu, miðla þekkingu til almennings og atvinnulífs og vera í fararbroddi í nýjustu fjarkennslutækni hverju sinni. Viska býður einnig upp á náms- og starfsráðgjöf.

Námskeið

Mörg fyrirtæki bjóða upp á námskeið fyrir almenning. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um ýmsa aðila sem halda námskeið. Listinn er ekki tæmandi og þiggjum við allar ábendingar.

Dale Carnegie þjálfun - Reykjavík

Ármúla 11 | 108 Reykjavík | 555 7080 | Vefsíða Dale Carnegie 

Hjá Dale Carnegie er boðið upp á námskeið sem miðast að því að auka færni þína í starfi, í samskiptum og til að byggja upp sjálfstraustið. Hægt er að velja styttri eða lengri námskeið, taka áfanga í gegnum net, síma eða með því að mæta á staðinn.

Endurmenntun Háskóla Íslands - Reykjavík

Dunhaga 7 | 107 Reykjavík | 525 4444 | endurmenntun@hi.is | Vefsíða Endurmenntunar

Endurmenntun Háskóla Íslands býður einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum upp á stutt námskeið og nám í lengri tíma. Miðast námskeiðin við að efla einstaklinga í starfi og einkalífi en megin viðfangsefni námskeiðanna er símenntun á háskólastigi.

Klifið - Garðabæ

Holtsbúð 87 | 210 Garðabæ |565 0600, 858 1543 og 696 6808 | klifid@klifid.is | Vefsíða Klifsins

Klifur er skapandi fræðslusetur sem býður upp á ýmis frístundanámskeið fyrir alla aldurshópa. Jafnframt er hægt að óska eftir sérsniðnum námskeiðum. Á vefsíðu Klifsins er hægt að skoða hvaða námskeið eru í boði með því að fara í yfirlit yfir öll námskeið og þar er einnig hægt að setja inn leitarskilyrði t.d. námskeið fyrir fullorðna á miðvikudögum. 

Kvíðameðferðarmiðstöðin - Reykjavík

Suðurlandsbraut 4, 5.hæð | 108 Reykjavík | 534 0110 | kms@kms.is | Vefsíða Kvíðameðferðarstöðvarinnar 

Kvíðameðferðarstöðin veitir sérhæfða meðferð við kvíða og býður upp á ýmis námskeið sem tengjast persónulegri styrkingu og kvíða á einn eða annan hátt. Sem dæmi um námskeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar má nefna námskeið við kvíða og  sjálfsstyrkingarnámskeið.

Opni Háskólinn  í Háskólanum í Reykjavík

Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | 599 6200 |opnihaskolinn@ru.is | Vefsíða Opna Háskólans 

Innan Háskólans í Reykjavík er Opni Háskólinn sem býður upp á margvísleg námskeið og nám. Stök námskeið á háskólastigi eru ætluð þeim sem vilja auka samkeppnishæfni sína og bæta við sig þekkingu án þess að fara í fullt nám. Inntökuskilyriði eru stúdentspróf, sambærileg menntun og haldbær reynsla af vinnumarkaði. Þeir sem hafa lokið háskólaprófi njóta forgangs í námið.

Promennt - Reykjavík

Skeifan 11b | 108 Reykjavík |519 7550 | promennt@promennt.is | Vefsíða Promennt 

Promennt býður uppá hagnýta fræðslu fyrir byrjendur jafnt sem sérfræðinga á fagsviðum innan viðskiptagreina, tölvu- og upplýsingatækni. Helstu námsbrautir eru skrifstofunám, almenn tölvunámskeið, grafík, myndvinnsla og vefur og sérfræðinám.

TMF Tölvumiðstöð -  Reykjavík

Háaleitisbraut 13| 108 Reykjavík | 562 9494| sigrun@tmf.is | Vefsíða TMF

TMF Tölvumiðstöð býður upp á ýmis námskeið á sviði upplýsingatækni, ásamt því að sjá um ráðgjöf og fræðslu. Tölvumiðstöðin fylgist með nýjungum í tækni, búnaði, leiðum og aðferðum sem geta nýst fötluðu fólki vel.

Fjarnám við erlenda skóla

Coursera.org er vefur sem býður upp á ókeypis námskeið frá háskólum um allan heim. Mikið úrval fjölbreyttra námskeiða er í boði á ýmsum tungumálum en flest þeirra eru kennd á ensku. Meðal þess sem kennt er eru námskeið í forritun, rökfræði, félagsfræði, tónlist og margt fleira. Námskeiðin eru ekki metin til eininga en þátttakendur fá viðurkenningarskjöl sem staðfesta að þeir hafi lokið námskeiði.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér