Fjölmargir staðir á landinu bjóða upp á starfsendurhæfingu eða vinnu og virkni fyrir fatlað fólk. Starfsendurhæfing miðar að því að efla getu einstaklingsins til að takast á við launað starf á vinnumarkaðnum. Hæfingarstöðvar koma til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu.
Á vefsíðu Vinnumálastofnunar má finna lista yfir þá staði sem bjóða upp á sértæk störf fyrir fatlað fólk.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér