Starfsemin

Þakklætisvottur fyrir veitta aðstoð og hjálpsemi

Sjálfsbjargarfélagar eru mörg hver sérstaklega ósérhlífin, hjálpsöm og röggsöm. Stjórn Sjálfsbjargar lsh. sá ríka ástæðu til að veita Margréti S. Jónsdóttur formanni Sjálfsbjargar á Suðurnesjum þakklætisvott fyrir einstaka hjálpsemi og röggsemi í skipulagningu landsfundar samtakanna í apríllok. Óhætt er að segja að Margrét hafi tekið málin í sínar hendur af röggsemi og æðruleysi og þannig séð til þess að fundurinn heppnaðist með ágætum.