Sjálfsbjörg á mið-Austurlandi

Árið 1974 var Sjálfsbjargarfélag stofnað í Neskaupstað.  Félagið hefur sinnt ýmsum verkefnum ein einkum félagsmálum, félagsvist og ýmsum námskeiðum og gefið góðar gjafir til endurhæfingarstöðvarinnar í Neskaupsstað.

Á árinu 1994 komu ýmsir fulltrúar Sjálfsbjargar í heimssókn til félagsins í tilefni þess að í maí var sett upp sýningin ,,Þjóðfélag án þröskulda”. Meðal þeirra sem komu af því tilefni til Neskaupsstaðar var Jóhann Pétur Sveinsson fv. formaður Sjálfsbjargar.

Formaður Sjálfsbjargar í Fjarðabyggð á 50 ára afmælisári Sjálfsbjargar lsf. 2009 var  Unnur Jónsdóttir og á afmælisári landssambandsins 2019 var Hafdís Eyland Gísladóttir formaður félagsins.