Bestu þakkir

Hlutverk Sjálfsbjargar er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks og annarra fatlaðra, á öllum sviðum þjóðlífsins. Með dyggum stuðningi almennings hefur Sjálfsbjörg oft verið frumkvöðull að uppbyggingu nýrrar þjónustu fyrir hreyfihamlað fólk í landinu. Nýjasta verkefnið er stofnun Þekkingarmiðstöðvar í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Miðstöðin safnar og miðlar hagnýtum upplýsingum sem gagnast fötluðu fólki um allt land. Þangað leitar hreyfihamlað fólk, aðstandendur þeirra, fagfólk, stofnanir og fyrirtæki sem þurfa upplýsingar, fræðslu eða námskeið er tengjast hreyfihömluðu fólki á einn eða annan hátt. Nánari upplýsingar á thekkingarmidstod.is