Starfsemin

Einstaklingar með fötlun óskast í prófun á rafrænum skilríkjum

Gjafkort í boði fyrir þátttöku!

ÖBÍ réttindasamtök óska eftir þátttakendum í prófanir á rafrænum skilríkjum

Leitað að tveimur til þremur notendum sem nota síma, þ.e.:

1) Tæknifært fólk með fötlun sem notar stoðtækni (assistive technology) eins og upplestur, raddstýringu, stækkun, augnmús og þess háttar þegar þau nota tækni. Hérna er fyrst og fremst að horft til þess hvernig fólk nemur upplýsingar frá tækinu (output) og hvernig fólk miðlar upplýsingum frá sér til tækisins (input).

2) Er með rafræn skilríki.

3) Þurfum að vera með jafna dreifingu á android/iPhone og líka skoða fólk sem notar takkasíma.

Áhugasöm skrái sig til þátttöku hjá stefan@obi.is