Húsnæði

Húsnæði

Hér eru ýmsar upplýsingar um húsnæðismál, til að mynda húsaleigubætur, lán og íbúðir félagasamtaka.

Breytingar á húsnæði

Fatlað fólk getur átt rétt á lánum vegna breytinga á húsnæði eða ýmsum búsetuúrræðum á vegum stofnana og sveitarfélaga. Frekari upplýsingar um lán eru hér til hliðar.

Sala fasteigna

Gott er að hafa í huga, ef húseign er seld innan tveggja ára er söluhagnaðurinn að fullu skattskyldur. Hins vegar ef húseigandi selur húseign sem hann hefur átt lengur en í tvö ár er söluhagnaðurinn skattfrjáls (svo fremi sem heildarrúmmál húseignarinnar sé ekki meira en 600 rúmmetrar hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrar hjá hjónum). 

Afsláttur af fasteignagjöldum    

Öryrkjar í eigin húsnæði eiga oft rétt á afslætti af fasteignagjöldum, hvert sveitarfélag fyrir sig semur reglur varðandi þann afslátt sem veittur er og hægt er að nálgast upplýsingar um reglurnar á vefsíðum sveitarfélaganna.

Fasteignaskrá hjá Þjóðskrá

Upplýsingar m.a. um fasteigna- og brunabótamat, fermetrafjölda eignar og fastanúmer.

Leiguvernd - trygging

Þegar fólk leigir íbúð þarf það oftast að láta leigusalann fá tryggingafé, bankaábyrgð eða fyrirframgreiðslu. Í dag er möguleiki að fá tryggingu hjá Tryggja.is, svokallaða leiguvernd sem kemur í stað þess að láta leigusalann fá tryggingarfé, þetta getur getur komið betur út fyrir marga. 

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér