Undirritaður sótti landsfund Sjálfstæðisflokksins um nýliðnahelgi. Hélt ég utanum ályktun velferðarnefndar ásamt fundarstjóra og fundarritara í þeirri nefnd. Í pistli á vef Stundarinnar kemur fram ágætlega viðbrögð mín þegar búið var að sjóða niður ályktunina í stjórnmálaályktun fundarinns; Nú var mælendaskrá opnuð og kom maður í hjólastól [Bergur Þorri Benjamínsson] upp á svið og kvartaði yfir því að texti tengdur krónu á móti krónu skerðingu öryrkja og aldraðra hefði ekki verið í samantekt fundarályktunar. „Það er það sem fólk er að bíða eftir!“ sagði hann hátt og snjall og kastaði frá sér míkrafóninum. Þarna er ég alveg sammála honum. Sú lenska að skerða kjör þeirra öryrkja og aldraðra, sem reyna að bæta hag sinn með vinnu er algjörlega fráleit.
Þess ber að geta að stjórnmálaályktun fundarinns var breytt snarlega og inn kom; Króna á móti krónu skerðing viðgengst ennþá hjá þeim sem eru á örorkulífeyri. Þá skerðingu ber að afnema nú þegar.
Bergur Þorri Benjamínsson