Hjálpum fólki til sjálfshjálpar!

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra samanstendur af 12 Sjálfsbjargarfélögum sem eru dreifð um landið. Í 2. grein laga samtakanna segir að hlutverk Sjálfsbjargar sé:

“Hlutverk Sjálfsbjargar er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks á Íslandi og eftir atvikum annarra fatlaðra og gæta réttinda og hagsmuna þess.”