Starfsemin

Takk ÖBÍ! Ný lög um almannatryggingakerfi örorku- og endurhæfingarlífeyris

Í áratugi hafa örorku- og endurhæfingarlífeyristakar kallað eftir breytingum á stagbættu almannatryggingakerfi. Hefur það verið þrætuepli milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Á síðasta degi þings fyrir sumarfrí varð frumvarp um breytt Almannatryggingakerfi örorku- og endurhæfingarlífeyri að lögum. Ný lög taka gildi eftir rúmt ár eða 1. september 2025. Sjálfsbjörg lsh. fagna breyttu kerfi, sem verður einfaldara og dregið úr tekjuskerðingum. Sjálfsbjörg óskar ÖBÍ réttindasamtökum til hamingju með þann árangur sem samtökin náðu varðandi þessi nýju lög. Gríðarleg vinna liggur að baki þeim breytingum sem ÖBÍ náðu í gegn og þakkarvert að slík samtök gæti hagsmuna heildarinnar. Farið er yfir helstu árangursþætti í frétt á ÖBÍ sem hægt er að lesa hér.