Nýr framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra

Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Hann tekur við starfinu af Tryggva Friðjónssyni sem nú hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargarheimilisins.

Þorsteinn er menntaður rekstrarhagfræðingur auk þess sem hann hefur einnig meistaragráðu í lögum. Síðustu mánuði hefur hann gengt starfi verkefnastjóra hjá Sjálfsbjargarheimilinu. Áður var hann framkvæmdastjóri tilraunaverkefnis ASÍ og SA, STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf 2012-2015, þá framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs 2010-2012, og framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta árin 1992-2009. Þorsteinn hefur víðtæka reynslu af félagsmálum og rekstri félagasamtaka og er því mikill fengur að fá hann til starfa fyrir Sjálfsbjörg.

Um leið og Þorsteinn er boðinn velkominn til starfa eru Tryggva þökkuð vel unnin störf fyrir landssambandið, en hann hefur gengt starfi framkvæmdastjóra þess samhliða starfi framkvæmdastjóra Sjálfsbjargarheimilisins frá 2011 og mun nú alfarið stýra starfi þess á ný.

 

Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar lsf.