Starfsemin

Ályktun sambandstjórnarfundar 30.04.2011

Sambandsstjórn Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra ályktaði á fundi sínum 30. apríl 2011 að gera þurfi stórátak í hækkun örorkulauna. Hvetja samtökin velferðarráðherra til dáða í þessu efni eftir yfirlýsingar hans í vikunni um að það sé algerlega óhjákvæmilegt að hækka bæturnar. Samtökin taka undir með Öryrkjabandalagi Íslandsað ástandið sé skelfilegt hjá alltof stórum hópi öryrkja og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda. Þar skal fyrst telja almennar hækkanir örorkulauna og að full viðurkenning fáist á aukakostnaði sem fólk með hreyfihömlun og aðrir öryrkjar verða fyrir.