Á að ferðast innanlands í sumar?

Við vorum að fá tilkynningar um tvo staði sem henta afar vel fólki með hreyfihömlun.

Annarsvegar er það gistiheimili sem heitir ferðaþjónustan Skjaldvík og er einungis í 5 mínutna fjarlægð frá Akureyri og opnar núna 15. maí. Á heimasíðu þeirra, www.skjaldarvik.is er hægt að finna allar upplýsingar, myndir og fleira.

Hinsvegar er það orlofshús á Selfossi sem Þroskahjálp á Suðurlandi rekur og leigir öllum aðildarfélögum innan Öryrkjabandalagsins. Húsið er miðsvæðis á Selfossi og er hjólastólaaðgengi mjög gott. Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Þroskahjálpar (.pdf skal)