Stofnun styrktarsjóðs Sjálfsbjargarheimilisins

Undirskrift

Mynd: Hilmar Karlsson
Fulltrúar við undirritun stofnunar Styrktarsjóðs Sjálfsbjargarheimilisins mánudaginn 20. janúar 2014 kl. 13:30.
Fulltrúar á mynd frá vinstgri til hægri:
Eirberg: Agnar H. Johnson framkvæmdastjóri
Fastus: Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri
Sjálfsbjargarheimilið: Þorkell Sigurlaugsson stjórnarformaður
Öryggismiðstöðin: Ragnar Þór Jónsson forstjóri
Össur: María Jónasdóttir deildarstjóri stoðtækjadeildar

Fréttatilkynning frá Sjálfsbjargarheimilinu

Fimm fyrirtæki stofna styrktarsjóð Sjálfsbjargarheimilisins

  1. janúar 2014 undirrituðu Sjálfsbjargarheimilið og fimm fyrirtæki sem tengjast þjónustu við hreyfihamlaða samning um stofnun styrktarsjóðs til stuðnings við starfsemi Sjálfsbjargarheimilisins. Fyrirtækin eru Eirberg, Fastus, Stoð, Öryggismiðstöðin og Össur sem öll hafa verið framarlega í þjónustu og stuðningi við hreyfihamlaða. Hugmyndin að þessum sjóði kom upp í tengslum við 40 ára afmæli Sjálfsbjargarheimilisins á síðasta ári og stofnun Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar. Þessi fyrirtæki munu styðja Sjálfsbjargarheimilið á næstu misserum með árlegum fjárframlögum í styrktarsjóð þess. Fyrirtækin munu leggja eina milljón króna til sjóðsins á ári næstu árin sem upphaf þess að sjóðurinn geti orðið öflugur stuðningsaðli við Sjálfsbjargarheimilið á næstu árum.  Markmiðið er að auðvelda heimilinu að veita íbúum og starfsmönnum þess stuðning, með úrbótum í aðbúnaði, kaupum á tækjabúnaði eða styðja við starfsemina vegna ákveðinna verkefna sem ekki teljast til hefðbundins reksturs.

Samstarf framangreindra fyrirtækja við Sjálfsbjargarheimilið hófst á árinu 2013. Í júnímánuði það ár stóð Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar sem er einn starfsemisþátta Sjálfsbjargarheimilisins fyrir hjálpartækjasýningu í tilefni eins árs afmælis miðstöðvarinnar. Fyrirtækin tóku þátt í sýningunni sem heppnaðist afar vel. Heimsóttu margir notendur hjálpartækjasýninguna og lýstu þeir og fyrirtækin öll ánægju sinni með framtakið.

Það er mikilvægt fyrir Sjálfsbjargarheimilið að eiga í framangreindum fyrirtækjum svo sterka bakhjarla sem raun ber vitni. Er það því sérstaklega ánægjulegt að samstaða hafi náðst meðal fyrirtækjanna allra til styrktar Sjálfsbjargarheimilinu. Fyrir það skal þakkað hér og nú.

 

fyrirtaeki