Að loknum NHF fundi.

Fundur var haldinn NHF- Nordiska Handikappförbundet (bandalag hreyfihamlaðra á norðurlöndunum) var haldinn sl. miðvikudag í Helsinki í Finnlandi.
Á fundinum var farið yfir sameiginleg mál Hreyfihamlaðra á öllum norðurlöndunum eins og, Notendastýrða persónulega aðstoð NPA, styrki til bifreiðakaupa, ferðaþjónustu fyrir fatlaða og fleiri mál. Fulltrúar heimamanna voru síðan með ör fyrirlestra um helstu mál sem eru í gangi í heimalandinu. Eins og sjá má var góð stemning yfir fundarmönnum.

Málefnastaðan er svipuð landa á milli þó vissulega sé áherslumunur hér og þar.
Danir hafa verið að upplifa all nokkurn niðurskurður á fjárframlagi ríkisins til málefnaflokksins sem þýða m.a. lægri örorkubætur. Þeir hafa þá þurft að setja umtalsvert fjármagn í betrumbætur á gagnakerfi sínu vegna tilkomu nýrra persónuverndarlaga og samsinntu því flestir að svo væri einnig hjá þeim.
Svíar sjá fyrir sér niðurskurð með tilkomu nýrrar hægri ríkisstjórnar. Fram kom hjá Sænska landssambandinu að þeir eru nýbúnir að endurnýja merkið sitt, en eldra merkið var þó ekki nema um áratuga gamalt, en það þótti ekki gefa rétta mynd af samtökunum.
Norðmenn sögðu frá því að 8 af hverjum 10 skólum í Noregi væru nær óaðgengilegir fyrir hreyfihamlað fólk. Það er þó í stefnuskrá ríkisins að þetta verði búið að laga 2030, en ekkert fjármagn hefur þó verið sett í málið. Er fundur fólksins (sbr. Lýsa á Akureyri hjá okkur) var nýlega í Noregi kom í ljós að meirihluti viðburða var algjörlega óaðgengilegir hreyfihömluðum og vöktu þeir athygli á þeirri staðreynd með stæl.
Finnar sögðu frá því að almennt sé þar úrskurðað í málefnum fatlaðra á grundvelli fjármagns, en ekki laga. Þar er fötluðum veitt liðsinni við atvinnumiðlun en gerð krafa um að starfshlutfallið sé ekki undir 80% sem alls ekki hentar stórum hluta fatlaðra.
Við sögðum frá okkar málefnum m.a. að um mánaðarmótin hefðu ný lög um NPA tekið gildi 1.10. og var því fagnað. Einnig frá tilkominni þingsályktunar um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra verði löggiltur. Þá kom fram að við stöndum öllum hinum Norðurlöndunum framar í bifreiðamálum.
NHF verður 75 ára 2021 og er hugmyndin að efna þá til ráðstefnu. Sjálfsbjörg gekk til liðs við NHF árið 1960.