Leiga á Furuholti í sumar.

Nú gefst öllu félagsfólki innan Sjálfsbjargar landssambands kostur á að sækja um lausar vikur í Furuholti sumarhúsi Sjálfsbjargar á Akureyri.  Til þess að sækja um er farið inn á bjargendur.is og þar undir sumarhúsi er hægt að sækja um lausar vikur.  Vikuleigan er kr. 40.000 og skal greiðast inn á reikning félagsins 302-26-8345 570269-2599 fyrir 07.05.2018.  Umsóknarfrestur er til 30.04.2018.  Reglan verður sú að fyrstur sækir fyrstur fær.  Verði leigugjald ekki greitt fyrir tilsettan tíma verður húsið leigt öðrum.  Allar upplýsingar um húsið og umhverfi þess er að finna á heimasíðu félagsins bjargendur.is.