Sólarkaffi

Þegar dag tekur að lengja blása Sjálfsbjargarfélögin bæði á Siglufirði og í Bolungarvík til sólarkaffis. Þá eru framleiddar pönnukökur í massavís sem fyrirtæki og einstaklingar kaupa. Er þetta frábært framtak sem og fjáröflun fyrir félögin.

Það er handtak að baka pönnukökur með ýmis sykri eða sultu og rjóma fyrir heilt bæjarfélag.

Rjómapönnukökur tilbúnar í Bolungarvík.