Vanlíðan meðal fatlaðra

Of margir fatlaðir telja sig fá litlu ráðið um líf sitt og telja sig fá of litla þjónustu til að taka þátt í samfélaginu. Þetta eru niðurstöður stöðuúttektar á þjónustu við fatlað fólk.

Einnig kemur fram að einmanaleiki fatlaðra barna eykst með aldrinum. Úttektin var unnin í tilefni af tilfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga um síðustu áramót. Niðurstöður verða kynntar á ráðstefnu í Hörpu í dag og þar verður spurt hvernig hægt sé að bregðast við. (af ruv.is)