Nú er Jólahappdrætti Sjálfsbjargar lsf. í fullum gangi. Þessi fjáröflun skiptir miklu máli fyrir starfsemi okkar.
Um hlutverk Sjálfsbjargar:
Hlutverk Sjálfsbjargar lsf. er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra félagsmanna sinna og eftir atvikum annarra fatlaðra á öllum sviðum þjóðlífsins, þá sérstaklega með því að tryggja aðgengi að umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum.
Happdrættismiðarnir hafa verið sendir út og birtast þeir sem valgreiðsla í heimabanka viðkomandi, þannig að það er auðvelt að borga þá. Fyrir þá sem vilja, er hægt að hringja í okkur í síma 5500 360 og greiða með kreditkorti.
Lausasölumiða er hægt að fá á í gegn um skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12, sími 5500 360.
Frábærir vinningar í boði:
2.-21. vinningur er iPhone 6 plus 128 GB snjallsími að verðmæti kr. 164.900
22.-41. vinningur er bensínúttekt frá Orkunni að verðmæti kr. 150.000
42.-61. vinningur er gjafakort að verðmæti kr. 150.000
Þinn stuðningur skiptir máli!