Breyting á þjónustu SÍ: Nú eru afsláttarkort og greiðsluskjöl alfarið rafræn

Eins og þið vonandi vitið hefur fyrirkomulag afsláttarkorta vegna heilbrigðisþjónustu breyst um áramótin hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ).

 

Útgáfu afsláttarkortsins á plastformi hefur verið hætt. Þó hefur það verið sent á lögheimili einstaklinga á pappírsformi (A4 formi) ásamt greiðsluskjölum til viðbótar við að hafa þau rafræn í Réttindagátt stofnunarinnar á sjukra.is.

Frá og með þessari viku verður hætt að senda afsláttarkortið og greiðsluskjöl til einstaklinga á pappír. Kortin og skjölin eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum Réttindagáttina.Einnig er hægt að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu án afsláttar og fá endurgreiðslu frá SÍ sem millifærð er á eigin bankareikning. Ef viðskiptavinir geta ekki notað ofangreindar leiðir má nálgast afsláttarkort og greiðsluskjöl með því að hafa samband við þjónustumiðstöð SÍ eða umboð á landsbyggðinni. Sími stofnunarinnar er 515-0000.

SÍ mun kynna þetta í fjölmiðlum í vikunni.
Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til ykkar skjólstæðinga og aðildarfélaga.