Samningur undirritaður á Suðurnesjum

Bæjarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa undirritað þjónustusamning um málefni fatlaðra sem færst hafa yfir til sveitarfélaganna og mynda bæjarfélögin sameiginlegt þjónustusvæði um málaflokkinn. Þjónustusvæðið fellur undir stjórn SSS en sérstakt þjónusturáð skipað félagsmálastjórum á svæðinu ásamt fulltrúa fatlaðra, sér um daglega umsýslu. Samstarf þetta felur fyrst og fremst í sér samræmingu og uppbyggingu sérhæfðrar þjónustu á svæðinu. Öll almenn þjónusta við fatlaða verður hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna, ásamt annarri félagslegri þjónustu. Þannig verður best tryggt að samþætting verði sem best og viðskiptavinir þurfi ekki að fara á marga staði með erindi sín. Undirritunin samningsins fór fram í Heiðarholti, skammtímavistun fyrir fatlaða í Garði og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.