Gott aðgengi í ferðaþjónustu

Gott aðgengi í ferðaþjónustu býður til málsstofu 27. október 2022

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Ferðamálastofu kynna til leiks verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu.

Verkefninu er ætlað að benda á það sem vel er gert í aðgengismálum og hvetja til úrbóta. Fatlað fólk er stór hópur sem vill, og á að geta ferðast að vild án aðgengishindrana. Aðgengi er mannréttindamál sem kemur öllum við.

Verkefnið verður kynnt á Grand hótel 27. október 2022 með málstofu. Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, og Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, verða meðal annarra með tölu.

Dagskrá:

 • 15:00 Vitundarvakning fyrir ferðaþjónustuna - myndband
 • 15:10 Ávarp
  Sigurður Ingi Jóhannsson - innviðaráðherra
 • 15:15 Gott aðgengi í ferðaþjónustu - Tækifæri til tekjuauka
  Jóhann Viðar Ívarsson - greinandi hjá Ferðamálastofu
 • 15:25 Gott aðgengi, kynning á nýju fræðslu- og hvatningarverkefni
  Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir – formaður Sjálfsbjargar
  Harpa Cilia Ingólfsdóttir – sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  Áslaug Briem – verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu
 • 15:40 Kynning á Travable og Römpum upp Ísland
  Ósk Sigurðardóttir – framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra
 • 16:50 Fræðsla til framlínustarfsfólks - myndband
 • 16:00 Lokaorð
  Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka

Fundarstjóri: Elías Bj. Gíslason – forstöðumaður hjá Ferðamálastofu

Til að mæta á Grand hótel þarf að skrá sig hér. Málstofan verður einnig í beinu streymi hér.

Málstofan verður ekki táknmálstúlkuð en verður rittúlkuð ef þess er sérstaklega óskað. Upptaka verður aðgengileg með textun á íslensku eftir viðburðinn.