Viljum ekki mismuna fötluðum

Vakið hefur athygli að Kópavogsbær hafnar að niðurgreiða leigubílaakstur fyrir blindan pilt. Honum stendur til boða eins og öðrum fötluðum í Kópavogi að aka með ferðaþjónustu sem verktaki sinnir en blindir íbúar nágrannasveitafélaga fá flestir niðurgreiddan leigubílaakstur í samstarfi við Blindrafélagið. Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri segir að komið hafi erindi um að Kópavogsbær taki upp sama fyrirkomulag og Hafnarfjörður og Reykjavík en því hafi verið hafnað á þeim grundvelli að bærinn vildi ekki mismuna fötluðum eftir því hvort þeir væru blindir eða fatlaðir á annan hátt. „Við erum að taka yfir þennan málaflokk frá ríkinu og ætlum okkur að skara framúr í þjónustu við fatlaða til lengri tíma.“