Haustfundur Nordisk Handikappförbund

Haustfundur Nordisk Handikappförbund var haldinn 7. október 2022 í Stokkhólmi. Margrét Lilja Arnheiðardóttir formaður fór ásamt Ósk Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fyrir hönd Sjálfsbjargar landssambands. Nordisk Handikappförbund er samtök norrænna félaga hreyfihamlaðs fólks og hittist tvisvar á ári. Sjálfsbjörg landssamband er búið að vera meðlimur Nordisk Handikappförbund síðan 1963. Önnur félög eru Dansk Handicap Forbund, Norges Handikapforbund, DHR Delaktighet, Handlingskraft, Rörelsefrihet og Invalidiliitto.

Á fundinum var farið yfir hvað er búið að gerast í hverju landi í málefnum hreyfihamlaðs fólks og hvað er á dagskrá á næstu misserum. Meðal þess sem bar á góma var afturför réttinda P-merkja hafa. Á hinum norðurlöndunum er verið að herða reglur um hver getur fengið P-merkið og í Svíþjóð fylgir merkið núna bílnum en ekki persónunni sem þarf það. Það þýðir meðal annars að fólk þarf sjálft að geta keyrt bíl og að foreldrar fatlaðra barna geta ekki fengið P-merkið fyrir börnin sín.

Margrét Lilja og Ósk gátu fært fundinum þær gleðifréttir að loksins er búið að bæta fötluðum við í íslensk hegningarlög um hatursorðræðu. Það gerðist 1. júní 2022 og lagabreytinguna má finna hér.

Camilla Nordgreen frá Háskólanum í Malmö kom og hélt erindi um NPA aðstoð og sænska regluverkið í kringum hana. Hún kynnti einnig rannsókn sína Need for Knowledge – What, Where and How? How Social Workers Handle Service and Support for Individuals with Disability sem hún skrifaði ásamt Lotta Anderson, Svante Lingärde, Ingrid Runesson og Annika Staaf.

Fundurinn gekk vel og Margrét Lilja og Ósk eru komnar aftur heim. Næsti fundur verður haldinn á Íslandi 4. -5. maí 2023 og við hlökkum mikið til.

Myndalýsing: 13 brosandi manneskjur í andyri á hóteli, þar af 8 í hjólastól.

Fallmeeting of Nordisk Handikappförbund

On last Friday, the 7th of October, Nordisk Handikappförbund held their fall meeting in Stockholm. Our chairman Margrét Lilja Arnheiðardóttir and our CEO Ósk Sigurðardóttir went on behalf of Sjálfsbjörg Confederation. Nordisk Handikappförbund is a Nordic association of disabled people confederations and Sjálfsbjörg Confederation has been a member since 1963. Other confederations in Nordisk Handikappförbund are Dansk Handicap Forbund, Norges Handikapforbund, DHR Delaktighet, Handlingskraft, Rörelsefrihet and Invalidiliitto.

All confederations shared their biannual reports and plans for coming months. Among topics was the decline of rights of people who need the Blue Badge. In the other Nordic countries, the states are limiting who can receive the badge and, for example, now in Sweden the Blue Badge follows the car not the person and the disabled person who needs the Blue Badge must be able to drive the car the badge is assigned to and parents of disabled children can’t get the badge for their children!

Hate speech was also on the agenda and the meeting received good news from Margrét Lilja and Ósk when they shared that finally disability has been added to Icelandic legislation on hate speech. At last hate speech against disabled people illegal!

Guest of the meeting was Camilla Nordgreen from the University of Malmö. She talked about Independent Living (NPA) and Swedish regulations as well as her research Need for Knowledge – What, Where and How? How Social Workers Handle Service and Support for Individuals with Disability she conducted alongside Lotta Anderson, Svante Lingärde, Ingrid Runesson and Annika Staaf.

All in all, the meeting went well and Margrét Lilja and Ósk are back in Iceland. We look forward to the next meeting the 4th – 5th of May 2023 in Iceland.

Picture description: 13 smiling people in a hotel lobby, eight in a wheelchair.