Eðlilegt líf - nema þið séuð fötluð - herferð Sjálfsbjargar

Sjálfsbjörg stendur nú fyrir herferðinni Eðlilegt líf - nema þið séuð fötluð. Megintilgangur hennar er að vekja athygli á mikilvægi hjálpartækja og þeirra vankanta sem fyrir eru í kerfinu vegna þeirra.

Eins og staðan er núna þá fær fullorðið fólk ekki niðurgreidd hjálpartæki til útivistar, frístunda eða áhugamála. Fatlað fólk fær ekki að fara í hjólatúr með fjölskyldunni, njóta náttúrunnar eða stunda íþróttir nema ef þau geti borgað mörg hundruð þúsund og upp í milljónir fyrir það. Tekjulægsti hópur samfélagsins þarf því að borga mest fyrir það sem margir líta á sem sjálfsagðan hlut af eðlilegu lífi. Þessu viljum við breyta.

Við hvetjum alla til að skrifa undir hér á síðunni nemafotlud.is og hjálpa okkur að breyta þessari löggjöf.