35. þingi Sjálfsbjargar lokið

Eftir erfiða en þó ánægjulega helgi er 35. þingi Sjálfsbjargar, sem haldið var á Hótel Selfossi, lokið. Afraksturinn er nýjar framkvæmdastjórnir landssambandsins og Sjálfsbjargarheimilisins. Kosið var í nefndir á vegum Sjálfsbjargar lsf. og gerðar ályktanir um brýnustu baráttumálin. Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður, Þórir Steingrímson gjaldkeri og Anna Guðrún Sigurðardóttir ritari létu af embætti og eru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu samtakanna. Í þeirra stað voru kjörin Grétar Pétur Geirsson formaður, Þorbera Fjölnisdóttir gjaldkeri og Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir ritari. Þau taka við á nýjum og spennandi tímum í sögu landssambandsins og er þeim óskað velfarnaðar í því vandasama starfi.