TravAble

TravAble er smá forrit með upplýsingum um aðgengilega staði. Allir notendur geta sett inn upplýsingar - til dæmis er rampur, aðgengilegt bílastæði eða aðgengilegt klósett. Auk þess geta allir notendur sett inn athugasemd við hvert atriði með fleiri upplýsingum.

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt! Því fleiri sem setja inn upplýsingar um aðgengi því gagnlegra verður smá forritið.

English

TravAble is an app with information on accessible places. All users can put in their own information - for example is there a ramp, accessible parking space or accessible toilet? A special comment box follows every item for more information or description.

We encourage everyone to participate! The quality and magnitude of information grows when more people put in information!

Hér að neðan eru upplýsingar um hvernig er hægt að nota smáforritið

Hægt er að velja um að sjá staði á korti eða lista

Screenshot_20221017-153944_TravAble

Screenshot_20221017-152900_TravAble

Til að bæta við athugasemd þarf að skrá sig inn. Annað hvort með Facebook eða símanúmeri.

Screenshot_20221017-152912_TravAble

Ef man velur að skrá sig inn með símanúmeri þarf að muna að velja íslenska landsnúmerið og ýta á ,,confirm".

Screenshot_20221017-152944_TravAblemedhring

Eftir að skráningu lýkur er hægt að velja stað sem man vill bæta upplýsingum við með því að smella á ,,add review".

Screenshot_20221017-154001_TravAblemedeinumhring

Þá er hægt að bæta við athugasemdum eða merkja við hvort það séu aðgengileg klósett, lyfta, aðgengileg bílastæði, rampar og nægileg snúningsrými.

Screenshot_20221017-154018_TravAble