Starfsnám stuðningsfulltrúa hjá Starfsmennt

Starfsnám fyrir stuðningsfulltrúa er ætlað starfsmönnum í þjónustu við fatlaða, aldraða eða sjúka. Námið er einnig opið þeim sem hyggja á störf á þessum vettvangi. Markmiðið er að auka færni og þekkingu starfsfólks á aðstæðum og þörfum fatlaðra til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Námið snertir fjölbreytta fleti sálar-, félags- og uppeldisfræði og er grunn- og framhaldsnámið metið til eininga í félagsliðabrú. Taka verður grunnnámið áður en framhaldsnámið er stundað.

Nánari upplýsingar er að finna hér.