Eitt húsnæðisbótakerfi fyrir alla, óháð búsetuform

Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra leggur til að tekið verði upp nýtt og gjörbreytt húsnæðisbótakerfi sem tryggir öllum sama rétt til fjárhagsstuðnings hins opinbera, óháð búsetuformi. Kerfið myndi koma í stað vaxtabóta og húsaleigubóta. Lúðvík Geirsson, formaður vinnuhópsins kynnti tillögur um nýtt kerfi, útfærslur og innleiðingu þess á fréttamannafundi í velferðarráðuneytinu í dag.

Hópurinn leggur áherslu á að húsnæðisstuðningur verði óháður búsetuformi, hvort sem fólk kýs að búa í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttaríbúðum, en í gildandi kerfi eru almennar húsaleigubætur mun lægri en vaxtabætur og uppbygging kerfanna ólík. Gert er ráð fyrir að húsnæðisbætur taki mið af fjölskyldustærð, óháð aldri fjölskyldumeðlima og verði að fullu greiddar úr ríkissjóði, en í gildandi kerfi annast sveitarfélög greiðslu húsaleigubóta.

Sjálfsbjörg fagnar þessum tillögum, enda jafna þær aðstöðumun fólks.

(frétt tekinn af http://www.velferdarraduneyti.is)