Skattar

Á vef Ríkisskattstjóra má sjá allar upplýsingar er varða skattgreiðslur, sjá nánar á vefsíðu Ríkiskattsstjóra. Sími 442-1000. Starfsstöðvar Ríkisskattstjóra eru víða um land, sjá staðsetningu starfsstöðva hér.

Skattframtal

Við viljum benda fólki á að gott getur verið að merkja við að það vilji slysatryggingu við heimilisstörf á skattskýrslunni. Kostnaður tryggingarinnar er lítill (var 550 árið 2019), en hún getur skipt sköpum ef fólk slasast á heimili sínu. Reiturinn, þar sem óskað er eftir slysatryggingu við heimilisstörf, er hægra megin við reitinn þar sem fram kemur nafn einstaklingsins og heimilisfang hans.

Á vef ríkisskattstjóra er búið að taka saman upplýsingar um lækkun skattstofns (ívilnun) sem gott er að hafa í huga við útfyllingu skattframtalsins.

  • Sá sem er með á sínu framfæri ungmenni (16 - 21 árs)  sem er í námi getur átt rétt á lækkun. Með námi í þessu sambandi er átt við nám sem ekki veitir rétt til námslána.
  • Það er mögulegt að einstaklingur fái lækkun vegna vandamanna sem eru á hans framfæri
  • Hægt er að sækja um lækkun vegna verulegra útgjalda á framfærslukostnaði fatlaðs eða langveiks barns
  • Hægt er að sækja um lækkun ef veikindi, slys, ellihrörleiki eða mannslát valda verulega skerðingu á greiðsluþoli einstaklings.
  • Upplýsingar um hvaða tekjur, hlunnindi og fríðindi eru skattfrjáls má finna á vefsíðu ríkisskattsstjóra.
  • Húseigendur athugið að ef húseign er seld innan tveggja ára er söluhagnaðurinn að fullu skattskyldur. Sjá nánar 2.málsgrein 17. greinar laga um tekju- og eignaskatt

Til að sækja um lækkun er fyllt út eyðublað 3.05 umsókn um lækkun (ívilnun), eyðublaðið er neðst á þessari síðu

Útvarpsgjald

Útvarpsgjald er lagt á alla einstaklinga 16-70 ára sem eru með tekjur yfir tekjumörkum. Tekjuviðmið breytist milli ára.

Undanþegnir útvarpsgjaldi eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuársins.

Fjárhæð útvarpsgjalds getur verið breytileg milli ára. Upplýsingar um fjárhæð útvarpsgjalds og tekjumörk einstaklinga er að finna á vef ríkisskattstjóra.  Útvarpsgjaldið er kr.18.800 kr hjá einstaklingum með tekjur yfir 1.938.025


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér