Project SEARCH er 9 mánaða starfsnám sem fer fram á vinnustað sem leggur til húsnæði, verkefni, tengilið og fleira sem þarf til. Kennslan fer fram í „skólastofu“ og í 3 mismunandi deildum fyrirtækis þar sem kennd eru félagsleg færni og vinnufærni sem nýtist nemendum í vegferð sinni út á almennan vinnumarkað.
Áherslur námsins eru á að einstaklingurinn fái vinnu á almennum vinnumarkaði, sé ráðinn beint af fyrirtækinu og fái laun samkvæmt kjarasamningum. Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtæki sem ráða til sín fólk sem lýkur náminu nýti sér vinnusamninga, enda séu þeir ekki hluti af eðlilegu ráðningaferli né til þess fallnir að fólk sé metið að verðleikum. Þeir bjóði auk þess upp á fyrirfram efasemdir um að viðkomandi ráði við starfið.
Best er að leita beint til Áss styrktarfélags, en allar upplýsingar er að finna á heimasíðu þeirra.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér