Hreyfing er góð heilsubót
Í janúar byrja margir að stunda líkamsrækt og hreyfa sig á hinum ýmsu líkamsræktarstöðum. Fyrir hreyfihamlað fólk er öll hreyfing mikilvæg, og í raun enn mikilvægara fyrir hreyfihömluð að finna sér æfingar sem henta, en áður en hreyfihömlunin kom til. Íþróttahús fatlaðra í Hátúni 14 hefur upp á að bjóða bæði gott aðgengi og góðan íþróttasal og lyftingaaðstöðu. Þá er þar ýmislegt í boði sem gæti hentað hreyfihömluðu fólki vel, svo sem borðtennis, lyftingar, bogfimi og boccia. Upplýsingar um tíma í fyrrgreindar greinar má sjá á heimasíðunni www.ifr.is Opnir tímar í lyftingasalinn eru alla virka daga vikunnar, en í salnum er leiðbeinandi til staðar.
Ekki hika við að hafa samband við ÍFR hvort sem er í síma 561-8225 eða í netfangið ifr@ifr.is
Einnig er hægt að mæta á staðinn og skoða aðstöðuna.