Landsfundur Sjálfsbjargar lsh. verður haldinn dagana 25. og 26. apríl 2025. Fundurinn verður í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu sem staðsett er í Hátúni 12, inngangi 7. Búið er að senda formönnum allra aðildarfélaga fundarboð, og er á hendi aðildarfélaganna að velja fulltrúa sína á landsfundinn. Hér á heimasíðunni safnast inn gögn fundarins og þar má sjá drög að dagskrá hans.