Hlutverk TR er í meginatriðum að framfylgja lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð
TR veitir einstaklingum sem ekki geta unnið fulla vinnu sökum skertrar starfsgetu aðstoð á borð við örorkulífeyri, styrki vegna bifreiðakaupa, barnalífeyrir og aðrar tengdar greiðslur. Afgreiðslutími Tryggingastofnunar er virka daga frá 10 til 15 í síma 560 4400. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið tr@tr.is. Stofnunin er staðsett í Hlíðarsmára 11 í Kópavogi (í hliðinni ofan við Smáralind).
Á vefsíðunni Ísland.is má sjá nákvæmar leiðbeiningar um hvernig nálgast má réttindi hjá Tryggingastofnun.
Undir liðnum Örorkulífeyrir hér til vinstri hafa verið teknar saman helstu upplýsingar á vef TR um örorkulífeyri.
Umboðsmenn TR og Sjúkratrygginga eru flestir staddir í húsnæði sýslumanna landsins á viðkomandi svæði. Frekari upplýsingar um það má sjá á Ísland.is
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér