Nýsköpun getur verið á hvaða sviði sem er og tengt hverju sem er í okkar samfélagi s.s. í viðskiptum, menningu og vísindastörfum. Oftast er þó fjallað um nýsköpun tengt nýrri tækni eða markaðssetningu.
Frumkvöðull er brautryðjandi, upphafsmaður eða einstaklingur sem kemur auga á nýja möguleika eða aðferðir t.d. í atvinnurekstri og hrindir þeim í framkvæmd
Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna (SFH) eru hagsmunasamtök einstaklinga sem vinna að nýsköpun og annarra sem vilja efla nýsköpun.
Helsta hlutverk SFH er að vera tengslanet einstaklinga á sviði nýsköpunar og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum, svo sem að einföldu og virku stuðningsumhverfi. Frumkvöðlum er veitt ráðgjöf og leiðbeiningar á sviði nýsköpunar og stuðlað er að jafningjafræðslu með því að reyndur frumkvöðull leiðbeinir byrjanda. SFH gengst fyrir fundum, fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum sem gagnast frumkvöðlum ásamt því að gangast fyrir málþingum og ráðstefnum.
Klak - Icelandic Startups
KLAK er óhagnaðardrifið félag í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Hlutverk KLAK er að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Hægt er að koma með margskonar hugmyndir og fá ráðgjöf hjá þeim.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér