Jafningjastuðningur dyrir fólk með sálræna erfiðleika

Hugarafl

Félagasamtökin Hugarafl veita stuðning í bataferli sem byggir á að efla geðheilsu og tækifærin í daglegu lífi. Sá sem kemur til Hugarafls fær bæði faglegan stuðning og þekkingu geðsjúkra sem getur verið gott veganesti í bataferlinu. Öll umræða fer fram á jafningjagrunni, hver og einn er hvattur til að láta rödd sína heyrast, hafa skoðun og koma henni á framfæri og taka þátt.

Klúbburinn Geysir

Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn starfar eftir hugmyndafræði Fountain House sem byggir á markvissri uppbyggingu á hæfileikum og getu einstaklingsins. Eitt af markmiðum Geysis er að vinna gegn félagslegri einangrun, og að hver og einn kemur á sínum forsendum og leggur sitt af mörkum eftir getu og vilja en allir hafa eitthvað að gefa og hver félagi er því mikilvægur í starfseminni. Frá því Klúbburinn Geysir hóf starfsemi hefur hann verið vettvangur starfsleitar fyrir félaga sína. Þau úrræði sem klúbburinn hefur boðið félögum sínum hefur verið atvinna með stuðningi, sjálfstæð ráðning og ráðning til reynslu. 

Klúbburinn Strókur

Klúbburinn Strókur hefur það að markmiði að styðja bataferli notenda heilbrigðiskerfisins meðal annars með því að miðla reynslu.

Lausnin

Markmið starfsemi Lausnarinnar er að veita meðvirkum einstaklingum stuðning, fræðslu og þá hjálp sem til þarf til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi. Boðið er upp á ráðgjöf, námskeið og fræðslu hjá Lausninni.

Hlutverkasetrið

Hlutverkasetur býður upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæði sín. Stefnt er að því að viðhalda eða efla sjálfsmynd einstaklinga í gegnum verkefni, fræðslu og umræðu. Leiðarljós Hlutverkaseturs er virk samfélagsþátttaka, aukin lífsgæði og að þátttakendur sinni hlutverkum sem gefi lífnu tilgang og þýðingu, hvort sem er innanhúss, á vinnumarkaði eða í námi.


Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér