Foreldrahlutverkið og ráðgjöf Foreldrahlutverkið er sennilega eitt það merkilegasta og ábyrgðarmesta hlutverk sem einstaklingum hlotnast á lífsleiðinni. Þetta er ekki einfalt hlutverk og er ekki meðfætt heldur en sumir hafa þetta svolítið í sér meðan aðrir þurfa að hafa nokkuð fyrir því að tileinka sér það. Og það getur verið flóknara þegar foreldri er t.d. hreyfihamlað eða barnið er með einhverjar sérþarfir. Hér að neðan komum við víða við þegar kemur að foreldrahlutverkinu.
Háaleitisbraut 11-13 | 108 Reykjavík | 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net | Vefsíða Sjónarhóls
Sjónarhóll er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra og aðstandendur fatlaðra og langveikra barna. Ekki er þörf á tilvísun til að fá ráðgjöf hjá Sjónarhóli.
Urðarhvarfi 8 A, 3. hæð | 203 Kópavogi | 568 2661 | einstokborn@einstokborn.is | Vefsíða Einstakra barna
Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Þar geta félagsmenn fengið ráðgjöf sér að kostnaðarlausu.
Hverfisgötu 4 - 6 | 101 Reykjavík | 552 8999 | ub@barn.is | Vefsíða Umboðsmanns barna
Hlutverk umboðsmanns barna er að vinna að bættum hag barna undir 18 ára og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra.
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnafirði | 510 8400 | rgr@rgr.is | Vefsíða Ráðgjafar- og greiningarstöðvar
Hlutverk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér