Geðheilsa/andleg heilsa
Þegar verið er að tala um geðheilsu eða geðheilbrigði/andlegt heilbrigði er ekki aðeins verið að tala um að vera laus við geðsjúkdóma. Góð geðheilsa er að vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi, ánægju í lífi og starfi og hafa getu til að aðlagast breytilegum aðstæðum. Í stuttu máli er góð geðheilsa undirstaða lífsgæða og lífsánægju og því er mikilvægt að huga að geðheilsu sinni og njóta lífsins með þeim sem standa manni næst.
Hér höfum við tekið saman upplýsingar um hvernig er hægt að nálgast aðstoð við andlega heilsu.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér