Sundlaugar

Sundlaugar

Aðgengi að sundlaugum er mjög misjafnt og þær eru margar. Við bendum við fólki á að hringja á sundstaðinn áður en af stað er farið til að vera visst um að aðstaðan henti.  Á vefsíðunni sundlaug.is má sjá yfirlit yfir flestar sundlaugar á landinu og þar hafa einstaka staðir skráð upplýsingar um aðgengi fyrir fatlað fólk og afslætti.

Efnisyfirlit

Sérútbúnar sundlaugar

Sundlaug Sjálfsbjargar

Sundlaug Sjálfsbjargar lsh er ætluð hreyfihömluðu fólki sem getur ekki nýtt sér almenningssundlaugar. Þar er boðið upp á opnun fyrir almenning tvisvar í viku Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Aðgengi að sundlaugum

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um aðgengi að fjölmörgum sundlaugum landsins. Upplýsingarnar eru almennt fengnar frá starfsmönnum sundlauganna. Við viljum benda á að sumir gætu þurft ýtarlegri upplýsingar heldur en hér eru og er þá best að hafa samband við viðkomandi sundlaug.

Sundkort fatlaða er gefið út af Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu er að finna upplýsingar um sundkort sjá nánar hér: Sundkort fyrir fatlaða

Höfuðborgarsvæðið

Reykjavíkurborg

Á vef Reykjavíkurborgar hafa verið tekin saman myndbönd og greinagóðar lýsingar á aðgengi að hverri laug.

Ásvallalaug Hafnarfirði

  • Aðkoma - Það eru fjögur rúmgóð sérmerkt stæði fyrir fatlaða fyrir utan inngang laugarinnar. Það er gengið beint inn af bílaplaninu. Það eru engir þröskuldar og dyrnar eru rúmgóðar.
  • Búningsklefar - Frá afgreiðslunni er stutt í búningaslefana. Það eru til staðar tveir sérklefar og er mögulegt fyrir aðstoðarmanneskju af öðru kyni að aðstoða í klefanum þar sem innangengt er í klefana af gangi. Sturtustólar eru í báðum klefunum. Við hlið þessara sérklefa eru salerni með salernisstoðum.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Færanleg lyfta er við sundlaugina. Við allar laugar og potta er gengið niður tröppur og eru handrið við þær.

Suðurbæjarlaug - Hafnarfirði

  • Aðkoma - Tvö P-merkt stæði eru á bílastæði laugarinnar. Gengið er beint inn og eru engir þröskuldar. Tröppur eru fyrir framan aðalinnganginn en þær hafa ekki áhrif á hjólastólaaðgengi. 
  • Búningsklefar - Frá afgreiðslunni er stutt í búningsklefana og er leiðin að þeim tröppu og þröskuldalaus. Það eru ekki sturtustólar í búningsklefunum.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Hjólastólalyfta fyrir fatlaða er við innilaug laugarinnar en stigi er ofan í laugina.   Ofan í útilaug er gengið niður breiðar tröppur með handriði og á það við einnig um alla potta laugarinnar.

Sundhöll Hafnarfjarðar

  • Aðkoma - Það er P-merkt bílastæði nálægt inngangi. Gengið er beint inn í bygginguna en lágur þröskuldur við aðaldyr.
  • Búningsklefar - Stutt er frá afgreiðslunni að búningsklefum. Byggingin er gömul og ekki hönnuð með algilda hönnun í huga. Sturtustólar eru ekki til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Ofan í sundlaugina og í heitu pottana eru tröpppur og er handrið við þær.

Salalaug - Kópavogi

  • Aðkoma – Nokkur P-merkt bílastæði er til staðar við inngang og gengið er beint inni og opnast dyrnar sjálfvirkt.
  • Búningsaðstaða – Hefðbundnir búningsklefar eru um 35 metra frá aðalinngangi og er leiðin að þeim án þröskulda. Salernisstoðir eru við salernin og eru bæði sturtustóll og baðbekkur til staðar. Þeir sem hafa aðstoðarmanneskju af öðru kyni hafa möguleika á að nota svokallað sjúkraherbergi. Þar er sturta en salernið er án salernisstoða.
  • Aðstaða við sundlaug/potta – Í innilaug eru stigar. Í útilaug eru breiðar tröppur og er hægt að koma hjólastól niður þær, það eru einnig stigar til staðar. Breiðar tröppur eru við heitu pottana og eru handföng beggja vegna. Í vaðlaugina er farið niður skáa.

Sundlaug Kópavogs

  • Aðkoma - Það eru P-merkt stæði nálægt aðalinnganginum. Frá þeim þarf ekki að fara upp kant til að komast að innganginum. Gengið er beint inn, hurðar opnast sjálfvirkt og engir þröskuldar eru til staðar.
  • Búningsklefar - Búningsklefar eru nálægt innganginum, frá útidyrum eru um 15 metrar að búningsklefum  og engir þröskuldar eru innanhúss. Salernisstoðir eru við salerni. Það er til staðar sér aðstaða fyrir þá sem það vilja og gæti aðstoðarmaður af öðru kyni verið í klefanum. Sturtustóll er til staðar.
  • Aðstað við sundlaug/potta - Það eru þrjár sundlaugar til staðar, 50 metra útilaug,  25 metra innilaug og 10 metra innilaug. Í útilaugina eru bæði breiðar tröppur með handriðum og stigar. Það er lyfta í 25 metra innilaugina en 10 metra laugin er með bakka allan hringinn sem er um 35 – 40 cm hár. Laugin sjálf er 90 cm djúp. Tröppur með handriði eru ofan í alla potta.

Vesturland

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi

  • Aðkoma - Það er gengið beint inn í Íþróttamiðstöðina, útidyrnar opnast sjálfkrafa. 
  • Búningsklefar - Búningsaðstaða er við afgreiðsluna. Tveir sér búningsklefar eru til staðar á neðrihæð og er hægt að komast þangað með lyftu. Í þeim búningsklefum eru salernisstoðir og er hægt að fara með lyftu milli hæða. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það er lyfta við innilaug. Laugin er 33 gráðu heit.

Sundlaugin Ólafsvík

  • Aðkoma - Það er eitt þrep í innganginn og háir þröskuldar inn í búningsklefana.
  • Búningsklefar - Stutt er frá afreiðslu að búningsklefum. Ekki er möguleiki á sér klefa. Sturtustólar eru í búningsaðstöðum.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Sundlaugin er innilaug. Í öðrum enda laugarinnar eru stigar en í hinum endanum eru tröppur með handriði beggja vegna. Á útisvæði eru heitir pottar og vaðlaug. Ofan í vaðlaugina eru bæði tröppur og skái.

Sundlaugin Stykkishólmi

  • Aðkoma - Það eru tröppur og einnig skábraut að húsinu. Það er hægt að ýta á hnapp til að opna hurðina. Þegar inn er komið eru einungis nokkrir metrar að búningsklefum og engar tröppur eða þröskuldar. 
  • Búningsklefar - Sturtustólar eru til staðar í búningsklefunum. Það er ekki nein sér búningsaðstaða.
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Það er innilaug og útilaug og er lyfta til staðar. Tröppur með handriði eru ofan í báðar laugarnar. 

Vestfirðir 

Bylta - Íþróttamiðstöð Bíldudal 

Við Byltu er eingöngu heitur pottur ekki sundlaug

  • Aðkoma - Gengið er beint inn í bygginguna, hvorki þröskuldar né tröppur
  • Búningsklefar - búningsklefar eru nálægt afgreiðslunni og engar tröppur eru  í íþróttahúsinu. Eitt salerni er til staðar sem hefur salernisstoðir. Sturtustóll er ekki til staðar.
  • Aðstaða við pott - Um 3 metrar eru frá sturtum að heita pottinum. Fara þarf upp tröppur til að komast í pottinn.

Íþróttamiðstöðin Árbær - Bolungarvík

Sundlaug Bolungarvíkur var byggð á fyrri hluta 8. áratugarins og er hönnun og skipulag innandyra 

  • Aðkoma - Það er P-merkt bílastæði við aðalinnganginn. Það er gengið beint inn en lágur þröskuldur er í hurðaropi. Hurðin er með rafmagnsopnun. Afgreiðslan er rétt innan við innganginn en tröppur eru niður í búningsklefa.
  • Búningsklefar - Það er farið niður tröppur til að komast í búningsklefa og úr búningsklefa að sundlaug eru einnig tröppur.  Það er til staðar sér aðstaða fyrir fatlað fólk sem er staðsett skammt frá afgreiðslunni. Í þeirri aðstöðu er salerni með salernisstoðum og sturtustóll er til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - sundlaugin er innilaug og er hún stutt frá búningslefum en það eru tröpppur að lauginni. Gömul heimagerð lyfta er til staðar. Sundlaugarbakkinn er hærri en yfirborð vatns í lauginni.

Íþróttamiðstöðin Bröttuhlíð - Patreksfirði

  • Aðkoma - Aðal bílastæði Bröttuhlíðar eru þannig staðsett að fara þarf upp margar tröppur til að komast að innganginum. Til að komast að bílastæði fyrir hreyfihamlaða þarf að keira fram hjá kirkjunni, sem er við hlið Bröttuhlíðar, og keyra þar upp brekku til að komast að stæði fyrir hreyfihamlaða. Þegar þangað er komið er greiður aðgangur inn í Íþróttamiðstöðina. 
  • Búningsklefar - Það eru um það bil 30 metra á jafnsléttu frá afgreiðslunni að búningsklefa. Það er engir þröskuldar á leið í búningsklefa en frá sturtu í laug er þröskuldur sem er um 6 cm hár. Búningsklefarnir eru þröngir og frekar erfitt að athafna sig þar. Það er stóll til staðar í búningsklefa sem hægt er að notast við í sturtu, en þetta er ekki eiginlegur sturtustóll.
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Það er lyfta í sundlaugina en ekki í pottana. Það er stigi í sundlaugina en tröppur í heitu pottana. Handrið er hvoru megin við tröppurnar og er bilið þar á milli um 74 cm.

Sundlaugin Drangsnesi 

  • Aðkoma - Þegar farið er inn í húsið er lágur þröskuldur.
  • Búningsklefar - Úr búningsklefum út í sundlaug eru lági þröskuldar. Það er sér aðstaða fyrir fatlaða ef þeir vilja og þar er stóll sem má nota í sturtunni.
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Það eru stigar í sundlagina. 
  • Afsláttur - Öryrkjar fá afslátt í sundlaugina. Þeir öryrkjar sem eru búsettir í hreppnum fá frítt í sund.

Sundlaugin Tálknafirði

  • Aðkoma - Við aðal innganginn er þröskuldur. Það er hægt að fara inn um aðrar dyr og að þeim er rampur að dyrunum og það er lítill þröskuldur við dyrnar (mjótt járn). 
  • Búningsklefar - Dyrnar inn í búningsklefana eru þröngar. Það eru ekki stoðir á salernum í búningsklefunum en á salerni við annan innganginn er salerni með stoðum. Það er ekki sturtustóll til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Það er steypt stétt að sundlauginni og það er lyfta ofaní sundlaugina.

Þingeyrarlaug

  • Aðkoma - Frá aðalbílastæði er um 50 metra malbikaður stígur að útidyrunum. Sé það nauðsynlegt er möguleiki á að keyra upp að útidyrunum. Þröskuldur við útidyr er um 10 cm hár. 
  • Búningsklefar - Engir þröskuldar eru á leiðinni frá afgreiðslu að búningsklefum og ekki heldur út í sundlaug. Það eru sturtustólar við sturturnar. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Til að fara í sundlaugina er stálstigi með plastþrepum og handrið beggja vegna. Grynnri endinn er 90 cm og dýpri endi laugarinnar er 160 cm. Í pottana eru steypt þrep og stálhandrið beggja vegna. 

Norðurland Vestra 

Íþróttamiðstöðin Blönduósi

  • Aðkoma - Það er gott aðgengi að byggingunni og gengi beint inn.
  • Búningsklefar - Það er tiltöllega stutt í búningsaðstöðu frá afgreiðslu og engir þröskuldar. Það er sturtustóll til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Ofan í sundlaugina eru breiðar tröppur með handriði.

Íþróttamiðstöðin á Hvammstanga

  • Aðkoma - Það er lítill halli frá bílastæði að húsinu og það er skábraut. Við innganginn er rafmagnshurð sem opnast til hliðar. 
  • Búningsklefar -  Frá afgreiðslu er gangur inn í búningsklefa. Það er sturtustóll og göngugrind í búningsklefanum. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Til að fara ofan í sundlaugina eru breiðar tröpur. Það eru einnig tröppur í heitu pottana, í öðrum pottinum eru tröppurnar mjóar. Margir hreyfihamlaðir hafa átt erfitt með að fara ofan í og upp úr vaðlauginni.

Sundlaugin Varmahlíð

  • Aðkoma - Ef lagt er við grunnskólann er gangstétt að byggingunni. Annars þarf að fara upp tröppur. Það eru breiðar dyr inn í húsið og lágir þröskuldar.
  • Búningsklefar - Það er sturtustóll til staðar. Þegar farið er út úr klefanum er farið eftir skábraut. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta -  Það er bæði hægt að fara niður stiga og tröppur til að komast ofan í sundlaugina. Það er einn pottur til staðar. 

Norðurland Eystra

Jónasarlaug - Þelamörk

  • Aðkoma - Það eru tvö bílaplön við Íþróttamiðstöðina Þelamörk, ef farið er á neðra bílaplanið er hægt að keyra að innganginum. 
  • Búningsklefar - Það eru tröppu frá afgreiðslunni í búningsklefana. Mögulegt er að fara inn um dyr íþróttahússins en þar er þröskuldur, þaðan er þó greið leið að búningsklefum og sundlaugarsvæði. Það erum um 32 metrar frá hurð að búningsklefum. Það er ekki til staðar sér búningsaðstaða. Sturtustóll er ekki til staðar er hægt er að notast við plaststóla.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það eru stigar ofan í sundlaugina og tröppur ofan í pottana.

Sundlaug Akureyrar

  • Aðkoma - Aðkoma að byggingunni er góð. Það er P-merkt stæði fyrir utan. Við aðalinnganginn eru hringdyr og dyr sem opnast þegar ýtt er á takka.
  • Búningsklefar - Það eru sturtustólar til staðar og er hægt að draga sturtu hengi fyrir eina sturtuna. Það er ekki sér búningsaðstaða til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það er lyfta til að komast í pott og í sundlaug. Það er ekki lyfta við elstu potta laugarinnar.

Glerárlaug á Akureyri

Ágætt aðgengi, eitt herbergi hugsað sem sérklefi, dálítið þröngur og notaður fyrir bæði kynin. Lyfta er ofan í laugina. Eitt sérmerkt bílastæði er fyrir utan húsið.

Sundlaug Dalvíkur

  • Aðkoma - Aðgengi er gott, engir þröskuldar og hurðin opnast sjálf. Það er gengið inn á 1. hæð og í anddyrinu er lyfta til að fara upp á 2. hæð. Frá lyftunni er farinn stuttur gangur að afgreiðslunni. 
  • Búningsklefar - Frá afgreiðslunni að búningsklefum er farinn stuttur en gangur (það er nægt rými) og ekki neinn þröskuldur inn í búningsklefa. Frá búningsklefa að sundlaug þarf að fara yfir um 2 cm háan þröskuld. Það er ekki sturtustóll til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það er gengið eftir skáa í vaðlaug og þaðan í sundlaugina. Það er handrið nánast alveg ofan í laug. Það er nægt rými fyrir hjólastól til að fara í þann skáa. Það eru einnig hægt að fara stiga í sundlaugina.

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar - Hrafnagili

  • Aðkoma - Frá bílastæðinu er rampur upp að byggingunni. Rafknúin hurðaopnun er á útidyrum og ekki er þröskuldur við aðalinnganginn. 
  • Búningsklefar - Frá afgreiðslu er farið eftir gangi inn í búningsklefa. Það er einn sérklefi til staðar og í honum er sturtustóll. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Lyftur eru í pottinn og sundlaugina.  Að auki er rampur frá bakka og niður að sundlaug sem auðveldar aðgengi fyrir hjólastólanotendur.

Sundlaug Húsavíkur

  • Aðkoma - Það er sérmerkt bílastæði við sundlaugina. Það er skábraut að útidyrum og sjálfvirk opnun útidyra.
  • Búningsklefar - Stutt er frá afgreiðslu að búningsklefum og engir þröskuldar. Salernisstoðir eru við salernin. Sturtustólar eru í karla- og kvennaklefa.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Járnstigi er ofan í laugina (45° halli er á stiga)

Sundlaugin í Hrísey

  • Aðkoma - Það er aðgengilegt að byggingunni fyrir fatlað fólk.
  • Búningsklefar - Það er til staðar sér búningsherbergi en sturtustóll er ekki til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það eru stigar ofan í sundlaugina.

Sundlaugin Lundi - Öxarfirði

  • Aðkoma – Bílastæði er í sömu hæð og húsið. Þröskuldur er við útidyrahurð
  • Búningsklefar – Það er stutt frá afgreiðslu og inngangi að búningsklefum. Það eru ekki salernisstoðir við salerni og sturtustóll er ekki til staðar. Þegar farið er út úr klefanum að laug þarf að fara yfir þröskuld. Búningsklefarnir eru fyrir sundlaugina og íþróttahús. Ekki er sér búningsklefi til staðar en ef þess þarf er mögulegt að skipta um föt í rými hjá íþróttasal en þar eru ekki sturtur.
  • Aðstaða við sundlaug/potta – Í laugina er mjór stigi. Heiti potturinn er ekkert niðurgrafinn. Ein trappa er við pottinn en ekki handrið.

Sundlaugin Raufarhöfn

  • Aðkoma – Það er rampur upp að húsinu og þröskuldur við útidyrahurð.
  • Búningsklefar – Engir þröskuldar eru innandyra. Búningsklefar eru nálægt afgreiðslu og inngangi. Það eru ekki salernisstoðir við salerni í búningsklefum en það er til staðar snyrting þar sem salernisstoðir eru við salernið. Sé þess óskað er möguleiki á að nota svokallað fjölskylduherbergi. Sturtustóll er ekki til staðar
  • Aðstaða við sundlaug/potta – í laugina, sem er innilaug, eru breið steypt þrep og eru handrið ofan í laugina.

Austurland

Íþróttamiðstöð Stöðvarfjarðar

Það er ekki gott aðgengi fyrir hreyfhamlað fólk að sundlauginni Stöðvarfirði.

  • Aðkoma - Bílastæðin eru við aðalgötuna og það þarf að ganga upp malarstíg upp að sundlauginni. Mögulegt er að leggja á bílaplani grunnskólans (sem er malarplan) og er þá gengið á jafnsléttu að innganginum.
    Aðalhurðin inn í bygginguna er 80 cm að breidd og það er hár þröskuldur inn. 
  • Búningsklefar - Dyrnar úr búningsaðstöðu í sundlagu eru eingöngu 68 cm breiðar. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta - stigi er ofaní sundlaugina.

Sundhöll Seyðisfjarðar

  • Aðkoma - Sundlaugin er ekki aðgengileg. Það eru margar tröppur að innganginum.
  • Búningsklefar - Það er gengið upp tröppur í búningsklefa kvenna og aftur niður tröppur til að komast í sundlaugina.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Sundlaugin er innilaug, 12x7 metrar og eru stigar ofan í laugina. Það eru tröppur niður í potana og einnig tröppur til að komast í "sauna". Meðfram heitupottunum eru handrið.

Sundlaug Eskifjarðar

  • Aðkoma - Það er þröskuldur við útihurðina en hann er lágur. Þar er einnig gúmmí motta en ekki hefur verið erfitt fyrir hjólastólanotendur að komast áfram á henni.
  • Búningsklefar - Það er greitt aðgengi frá afgreiðslu að búningsklefum. Búningsklefarnir eru rúmir, salernisstoðir eru við salerni. Sturtustóll er til staðar. Þröskuldur er úr búningsklefum að laug. Möguleiki er á sér búningsaðstöðu en þar er ekki eins rúmgott og í búningsklefunum. Á salernum í sér búningsaðstöðunum eru ekki salernisstoðir við salerni.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Í sundlaugina eru 4 þrep og eru handrið beggja vegna. Eitt hátt þrep er ofaní pottana og er handrið við hvorn pott. 
  • Afsláttur - Það er frítt fyrir öryrkja í sundlaugina.

Suðurland

Fontana - Laugavatni

  • Aðkoma - Það er P-stæði fyrir utan bygginguna og rampur að aðaldyrunum. Aðaldyrnar hafa sjálfvirkar rennihurðir og er mjög lágur þröskuldur þar. Engir þröskuldar eru innanhúss.
  • Búningsklefar - Búningsklefarnir eru rúmgóðir. Við fataskápana eru bekkir, í þurrkunarrými og sturtum eru handrið á veggjum. Sturtustólar eru í báðum klefum. Salernisstoðir eru á salernum í klefunum og á einu salerni í kaffiteríunni. Það er þröskuldur úr búningsklefanum út á baðsvæði.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það eru fjórar laugar/ fjórir pottar til staðar. Í eina laugina er stigi, í aðra laug er farið niður tröppur, í þá þriðju er farið upp og niður tröppur, sú fjórða er löng og misdjúp. Þar sem fjórða laugin er dýpst er hægt að fara niður stiga en þar sem hún er grinnst er farið niður eitt þrep. Það eru handrið við þrepið, tröppurnar og í stiganum.

Sundlaugin í Vík í Mýrdal

  • Aðkoma - Það er lágur þröskuldur við innganginn. Greiðfært er inn í búningsklefa sem þó eru þröngir.
  • Búningsklefar - Búningsklefar eru þröngir og erfitt er að vera með hjólastól þar. Hvorki eru handrið né sturtustólar til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Tröppur eru ofan í báða potta sem og sundlaug.

Íþróttamiðstöð Kirkjubæjarklausturs

  • Aðkoma - Það er lágur þröskuldur við innganginn. Frá afgreiðslu að búningsklefum eru um 12 metrar.
  • Búningsklefar - Salerni með salernisstoðum er við inngang byggingarinnar en ekki inni í búningsklefum. Það er sturtustóll til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það eru breiðar tröppu ofan í sundlaugina með handriði í miðjunni. Ofan í  annan pottinn eru tröppur með handriði beggja vegna, í hinn pottinn eru þrep og handrið við þau.

Neslaug - Árnesi

  • Aðkoma - Það er P-merkt bílastæði við inngang sundlaugarinnar. Lágur þröskuldur er við aðalinnganginn. 
  • Búningsklefar - Það eru salernisstoðir við salernin. Sturtustóll er ekki til staðar. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Gengið er niður breiðar tröppur ofan í sundlaugina og er handrið eftir miðju. Heiti potturinn er uppbyggður og þarf fyrst að fara upp á pall sem potturinn stendur á og svo í pottinn.

Skeiðalaug - Brautarholti

  • Aðkoma - Sundlaugin er á jarðhæð og lágir þröskuldar.
  • Búningsklefar - Það er ekki til staðar sturtustóll né sér aðstaða.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Í grynnri enda sundlaugarinnar eru tröppur, 80cm breiðar, sem koma í L. Handrið er meðfram tröppunum í sundlaguina. Annarsstaðar eru stigar til að komast ofaní sundlaugina. Í heita pottinn eru um 60 cm breiðar tröppur og handrið meðfram þeim.

Sundhöll Selfoss

  • Aðkoma - Það er P-merkt bílastæði við innganginn. Gengið er inn á jarðhæð.
  • Búningsklefar - Það eru til staðar bæði sér úti- og inniklefar fyrir þá sem það vilja. Það eru salerni með salernisstoðum í búningsklefum. Sturtustóll er til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það er lyfta bæði fyrir inni laug og útilaug. í innilaugina er einnig stigi í laugina. Í útilaugina eru breiðar tröppur og handrið er í miðjunni. Í vaðlaug/busllaug er gengið niður eitt þrep, þessi laug er samtengd rennibrautalauginni. Það eru þrír pottar til staðar. Tveir þeirra eru með handriði kringum pottinn og niður fyrstu tvö þrepin í tröppunum ofan í pottana. Í þriðja pottinn er stigið niður eitt þrep og er stoð/handrið við pottinn.

Sundlaug Hornafjarðar

  • Aðkoma - Við innganginn eru P-merkt stæði. Rennihurð er í innganginum og enginn þröskuldur. 
  • Búningsklefar - Það eru til staðar sér klefar inn af karlaklefa og kvennaklefa. Það eru til staðar sturtustólar. Það eru engir þröskuldar sem þarf að fara yfir á leið út í sundlaugina.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Í sundlaugina eru rampur, stigar og breiðar tröppur með handriði. Það er einnig lyfta til staðar til að komast í laugina. Í heitu pottana er farið niður tröppur og eru handrið við þær. Vaðlaug/buslaug er með bakka sem er í sethæð og gæti hjólastólanotandi sest á bakkann og farið þannig ofaní vaðlaugina.

Sundlaug Stokkseyrar

  • Aðkoma - Það er P-merkt stæði fyrir utan og gengið inn á jarðhæð. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Frá búningsklefa eru um 5 metrar að sundlaug. Í sundlaugina er stigi. Það eru þrír pottar til staðar. Einn potturinn er með handriði hringinn í kringum pottinn og með fyrstu tröppunum niður í pottinn. Annar pottur er með einni stoð/handrið og farið er niður tvö þrep. Í þriðja pottinn eru tvær stoðir/handrið. Í þeim potti eru ekki sæti heldur setið á botninum.

Sundlaug Vestmannaeyja

  • AðkomaVið aðalinngang eru engar hindranir og hurðin er rennihurð. Þar eru tvö P merkt stæði og um 40 metra gangur að aðalhurð. Það er möguleiki að keyra fólka að hurðinni en ekki hægt að geyma faratæki þar því þetta er svæði þarf að vera autt fyrir sjúkrabíl.  
    Við aukainngang er ein trappa og innri hurðin opnast að þeim sem kemur inn. Þar er eitt  P-merkt stæði. Leiðin að afgreiðslu frá útihurð er um 15 metrar og svo er farið inn gang að klefum um 10m fyrir Karla og 30m fyrir Konur. Í húsinu er til staðar hjólastóll, sem mögulegt er að fá lánaðan.
  • Búningsklefar -  Engar hindranir eru að búningsklefum. Hurðar eru á leiðinni að búningsklefum en þær eru oftast festar í opnanlegri stöðu. Starfsfólkið er einnig tilbúið að aðstoða ef þarf. Það er eitt WC í báðum klefum sem er hannað skv. reglugerð svo hjólastóll komist þar inn. Stoðir eru við klósett. Það er til staðar sérklefi með hjólastólaaðgengi, bekk og snögum. Í honum er sæti undir sturtu og handföng á veggjum til beggja hliða til að styðja sig. Til að komast út úr klefanum þurfa sumir aðstoð því stíf pumpa er á hurðinni.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Innilaugin er 25 x 11 metrar og er lyfta til staðar til að fara ofan í laugina. Til að komast á útisvæðið þarf að taka í hurð til að opna og hafa sumir hreyfihamlaðir þurft aðstoð við að opna hana, en hurðin er við aðstöðu sundlaugarvarða. Á útisvæðinu er "leiklaug" sem hægt er að ganga beint ofaní og jafnvel hægt að keyra stól ofaní hana (slíkur stóll er þó ekki til staðar). Í tvo potta er gengi niður þröngar tröpur sem hafa handrið öðru megin. Í þriðja pottinn, sem er nudd pottur, er gengið fyrst upp tröppur og svo niður en handrið er beggja vegna trappanna. Utan um pottinn er flísalagður kantur og því möguleiki fyrir hjólastólanotanda að færa sig úr hjólastólnum yfir á bakkann og þaðan ofan í pottinn.

Sundlaug Þorlákshafnar

  • Aðkoma - Fyrir utan bygginguna er P-merkt stæði fyrir fatlaða sundlaugagesti. Það eru hvorki tröppur né þröskuldar á leið inn í bygginguna. 
  • Búningsklefar - Það eru um það bil 25 metra gangur frá afgreiðslunni að búningsklefum og er farið eftir hindrunarlausum gangi. Við salerni eru salernisstoðir. Það eru til staðar sér klefar fyrir þá sem þess kjósa. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það eru tröppur ofaní laug og einnig skábraut sem hægt er að keyra hjólastóla niður. Það er ekki til staðar lyfta í laug eða potta. Pottar og vaðlaug eru í jarðhæð. Innandyra er rennibrautarlaug og eru farið upp tröppur í hana (þrjú þrep), það eru ekki handrið við tröppurnar.

Sundlaugin á Hvolsvelli

  • Aðkoma - Það eru engir þröskuldar til að komast inn í bygginguna. Við enda bílastæðisins er hægt að fara upp fláa upp að gangstéttinni framan við sundlaugina.
  • Búningsklefar - Það er til staðar sér búningsaðstaða, salernisstoðir við salerni og sturtustóll.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það eru stigar ofaní sundlaugina. Í annan heitapottinn er gengið upp tröppur og svo niðu í pottinn, handrið er beggja vegna. Hinn heitipotturinn er upphár (um 40 cm) og engin handrið við hann. Vaðlaugin er með einföldu handriði.

Suðurnes

Sundlaugin Garði

  • Aðkoma - Það er P-merkt stæði við innganginn. Gengið er beint inn frá bílaplani og eru útidyrnar þröskuldalausar.
  • Búningsklefar - Það er stutt frá afgreiðslunni að búningsklefum og engir þröskuldar eða hindranir á leiðinni. Það eru salernisstoðir á salernum og handrið í sturtum. Sér búningsaðstaða er ekki til staðar.
  • Aðstaða við sundlaug - Það er stutt úr búningsklefum í sundlaugina. Stigar eru ofan í sundlaugina. Tveir heitir pottar eru til staðar og ein vaðlaug. Handrið eru hringinn í kringum heitupottana og meðfram tröppum ofaní pottana. Bakki er meðfram vaðlauginni og farið niður eins og eitt þrep.

Sundlaugin Grindavík

  • Aðkoma - Það eru þrjú P-merkt bílastæði. Inngangur er stutt frá bílastæðunum og engir þröskuldar við inngang. Frá afgreiðslu að búningsklefum eru engir þröskuldar né hindranir. 
  • Búningsklefar - Það eru til staðar sér búningsklefar fyrir þá sem það vilja og er þar sturtustóll, aðstaða fyrir aðstoðarmann og salernisstoðir við salerni. Engir þröskuldar eru frá búningsklefum að sundlaug. 
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Í grynnri enda sundlaugarinnar eru tröppur með handriði við aðra hlið þeirra. Við dýpri enda sundlaugarinnar eru stigar. Í heitu pottana eru handrið hringinn í kringum pottana og niður með tröppum. Í vaðlaug er farið eitt þrep niður.

Sundlaugin Sandgerði

  • Aðkoma - Það er P-merkt bílastæði við innganginn og frá því bílastæði er farið beint inn, enginn þröskuldur er við aðalinnganginn. Stutt er frá afgreiðslu að búningsklefum.
  • Búningsklefar - Það er til staðar einn sér búningsklefi fyrir þá sem það vilja og þar eru salernisstoðir við salernið og sturtustóll.
  • Aðstaða við sundlaug/potta - Það eru tröppur ofaní sundlaugina og er handrið eftir miðju þeirra. í dýpri enda sundlaugarinnar er stigi. Það eru tveir heitir pottar og ein vaðlaug. Tröppur eru niður í heitu pottana og eru handrið beggja vegna.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér