Þjónusta sveitarfélaga

Vesturbyggð (Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur)

Vesturbyggð

Patreksfjörður og Bíldudalur

Aðalstræti 63 | 450 Patreksfirði  | 450 2300 | vesturbyggd(hjá)vesturbyggd.is | Vefsíða Vesturbyggðar

Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir.

Sveit­ar­fé­lagið vinnur að því að fólki með fötlun sé tryggð sambærileg lífs­kjör og jafn­rétti á við aðra þjóð­fé­lags­þegna. Sveit­ar­fé­lagið sér um þjón­ustu við fólk með fötlun samkvæmt þjón­ustu­samn­ingi við Byggða­samlag Vest­fjarða um málefni fatlaðs fólk og er þjón­ustan marg­vísleg og hefur ávallt að mark­miði að fólki með fötlun séu sköpuð skil­yrði til að lifa sem eðli­leg­ustu lífi miðað við getu hvers og eins.

Á Íbúagátt bæjarins er hægt að sækja alla þjónustu.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér