Þjónusta sveitarfélaga

Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn)

Sveitarfélagið Ölfus

Þorlákshöfn

Hafnarbergi 1 |815 Þorlákshöfn |480 3800 | olfus@olfus.is |Sveitarfélagið Ölfus

Velferðarþjónusta Ölfuss sinnir ráðgjöf og þjónustu við fatlað fólk með lögheimili í sveitafélaginu. Hægt er að sjá allar upplýsingar um það á vefsíðu bæjarins.

Sveitarfélagið Ölfus er með þjónustugátt á vefsíðu sinni, Íbúagátt , og þar geta íbúar sótt margvíslega einstaklingsþjónustu og verið í samskiptum við bæjaryfirvöld, því eru allir sem leita þjónustu bæjarins hvattir til að skrá sig þar inn.

Bergrisinn bs.

Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur reka byggðasamlagið Bergrisann, um málefni fatlaðs fólks. 

Aðildarsveitarfélögin fela byggðasamlaginu skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, í samræmi við lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Hlutverk byggðasamlagsins er að útfæra þjónustuna. Fjárhagslegri og faglegri umgjörð hennar er nánar lýst í samþykktum Bergrisans bs. 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér