Þjónusta sveitarfélaga

Sveitarfélagið Árborg (Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri)

Sveitarfélagið Árborg

Eyrarbakki, Selfoss, Stokkseyri

Austurvegi 2 | 800 Selfossi |480 1900  | radhus(hjá)arborg.is | Vefsíða sveitarfélagins Árborgar

Árborg er með þjónustugátt á vefsíðu sinni, Mín Árborg , og þar geta íbúar sótt margvíslega þjónustu og verið í samskiptum við bæjaryfirvöld, því eru allir sem leita þjónustu bæjarins hvattir til að skrá sig þar inn. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um þjónustu fyrir fólk með fötlun.

Bergrisinn bs.

Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur reka byggðasamlagið Bergrisann, um málefni fatlaðs fólks. 

Aðildarsveitarfélögin fela byggðasamlaginu skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, í samræmi við lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Hlutverk byggðasamlagsins er að útfæra þjónustuna. Fjárhagslegri og faglegri umgjörð hennar er nánar lýst í samþykktum Bergrisans bs. 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér